Bloggfćrslur mánađarins, september 2010
3.9.2010 | 00:21
Kíkjum á septembermetin 3
Hér eru hitamet í september í Reykjavík og á Akureyri. Enn er taflan kauđaleg.
ár | mán | dag | einkunn | °C | stađur | ||
1954 | 9 | 27 | landslágmark | -19,6 | Möđrudalur | ||
1899 | 9 | 29 | stöđvarlágmark | -4,8 | Lćgsti hiti í Reykjavík | ||
1954 | 9 | 27 | stöđvarlágmark | -8,4 | Lćgsti hiti á Akureyri | ||
1949 | 9 | 12 | landshámark | 26,0 | Dalatangi | ||
1939 | 9 | 3 | stöđvarhámark | 20,1 | Hćsti hiti í Reykjavík | ||
1939 | 9 | 1 | stöđvarhámark | 22,0 | Hćsti hiti á Akureyri |
Ţađ er alveg raunhćft ađ hámarksmet Reykjavíkur eđa Akureyrar verđi slegin nćstu daga (skrifađ ađ kvöldi 2.). Ég tel ađ líkur á hvoru um sig sé um 30% (góđur ţessi). Líkur á ađ bćđi metin verđi slegin reiknuđust ţá 9%, en í september eru metalíkur stađanna ekki óháđar, ţegar mjög hlýtt loft er yfir landinu er líklega hlýtt á báđum stöđum. Líkur á metum á báđum stöđum myndi ţví reiknast ađeins hćrri en 9%. En ţessar tölur eru auđvitađ út í bláinn - hringiđ frekar í alvöru veđmangara.
Vonandi verđur fjallađ um fleiri septembermet á nćstunni, en kíkjum ţó á eina töflu til viđbótar. Hún nćr reyndar ekki lengra aftur en til 1949 og sýnir hćsta hita á hverjum einstökum athugunartíma í Reykjavík í september. Aldrei ađ vita nema einhver af ţeim metum verđi slegin sem sýnir ađ lengi má finna atriđi til ađ leita ađ metum. Fleiri tölur gera ţó hlutina meira spennandi - er ţađ ekki?
Hćsti hiti á einstökum athugunartímum í september í Reykjavík og á Akureyri 1949-2009:
Reykjavík | ||||
kl | dagur | mán | ár | °C |
3 | 14 | 9 | 2006 | 15,5 |
6 | 1 | 9 | 1998 | 14,9 |
9 | 2 | 9 | 1998 | 14,6 |
12 | 10 | 9 | 1971 | 16,3 |
15 | 11 | 9 | 1968 | 18,3 |
18 | 10 | 9 | 1971 | 18,1 |
21 | 24 | 9 | 2000 | 16,8 |
24 | 13 | 9 | 2006 | 15,5 |
Akureyri | ||||
kl | dagur | mán | ár | °C |
3 | 6 | 9 | 1991 | 18,0 |
6 | 12 | 9 | 1958 | 17,0 |
9 | 2 | 9 | 2003 | 17,8 |
12 | 12 | 9 | 1949 | 19,0 |
15 | 23 | 9 | 1997 | 21,1 |
18 | 11 | 9 | 1958 | 20,1 |
21 | 5 | 9 | 1984 | 20,2 |
24 | 5 | 9 | 1984 | 19,0 |
Segjum nú pass.
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2010 | 23:51
Kíkjum á septembermetin 2
Ekki er hćgt ađ skilja lágmörkin útundan fyrst hámörk voru auglýst. Taflan sýnir lćgsta lágmarkshita í nokkrum septembermánuđum. Stöđvarnar sem eiga allra lćgstu tölurnar eru í byggđ, en á síđari árum er algengast ađ hálendisstöđvar eigi lćgstu tölu mánađarins. Svo vill hins vegar til ađ viđ höfum ekki fengiđ mjög heiftarleg kuldaköst í september á síđari árum. Ţví má búast viđ ţví ađ hart verđi sótt ađ ţessum lćgstu lágmörkum á nćstu árum - hvađ sem líđur hlýnandi tíđarfari. Annars er Möđrudalur alveg í sama flokki hvađ vetrarkulda áhrćrir og hálendiđ, ţađ er helst ađ stöđin á Brúarjökli sé skćđur keppinautur. Stuđning viđ byggđina er einnig ađ fá á sjálfvirku stöđvunum í Svartárkoti og Mývatn er ekki liđleskja heldur. En hér er taflan:
ár | mán | dagur | stöđ | °C | nafn |
1954 | 9 | 27 | 490 | -19,6 | Möđrudalur |
1943 | 9 | 26 | 468 | -16,1 | Reykjahlíđ |
1918 | 9 | 29 | 490 | -15,0 | Möđrudalur |
1975 | 9 | 30 | 447 | -13,3 | Vaglir |
1995 | 9 | 29 | 490 | -13,2 | Möđrudalur |
2003 | 9 | 26 | 6657 | -13,0 | Veiđivatnahraun |
2005 | 9 | 25 | 6975 | -12,9 | Sandbúđir |
Dálkurinn stöđ sýnir sem fyrr stöđvanúmer í kerfi Veđurstofunnar. Áđur fyrr, áđur en sjálvirku stöđvarnar komu til sögunnar hafđi mađur öll númerin á reiđum höndum og ţurfti enga minnislista, en nú er öldin önnur, ný stöđvanúmer hrúgast inn og eldri stöđvar deyja.
Kuldakastiđ í september 1954 var mjög óvenjulegt, en ţó ekki nema svosem eins og viku til tíu dögum á undan ámóta köstum snemma í október. Einhver man kannski eftir ţeim?
2.9.2010 | 23:38
Kíkjum á septembermetin 1
September í ár hefst međ miklum hlýindum. Ţegar ţetta er skrifađ ađ kvöldi annars dags mánađarins hefur hiti hćst komist í 23,0 stig. Ţađ var í dag á sjálfvirku stöđinni á Húsavík. Eldri háar tölur úr skrám Veđurstofunnar:
ár mán dagur stöđ °C nafn
1949 9 12 620 26,0 Dalatangi
1988 9 14 620 25,8 Dalatangi
1981 9 1 525 25,3 Vopnafjörđur
1939 9 3 220 25,0 Lambavatn
1941 9 15 580 24,4 Hallormsstađur
1991 9 3 620 23,8 Dalatangi
1938 9 5 220 23,7 Lambavatn
2002 9 13 4300 23,4 Mývatn
1958 9 5 477 23,2 Húsavík
1966 9 23 675 23,1 Teigarhorn
Lesendur eru beđnir ađ afsaka ađ bloggari er ekki alveg klár á töfluuppsetningum í blogginu, - ţađ kemur vonandi. En hér eru skýringar á töflunni og ađvaranir. Tölur í dálknum stöđ eru númer stöđvar í kerfi Veđurstofunnar - ekki nauđsynlegt hér - en ávani bloggara.
Taflan sýnir hćsta hámarkshita (meiri en 23,0 stig) sem mćlst hefur í einstökum septembermánuđum. Hún sýnir hins vegar ekki lista yfir allar athuganir sem eru hćrri en 23,0 stig. Sá listi vćri ekki eins. Talan frá Lambavatni hefur löngum veriđ talin vafasöm, en látum hana samt kitla okkur ţar til einhvers konar úrskurđur fćst (hvenćr?). Metiđ frá Dalatanga er orđiđ meira en 60 ára, en ekkert bendir til annars en ađ ţađ sé rétt.
Til gamans má kíkja á lćgsta hámarkshita septembermánađar.
ár | mán | dag | stöđ | °C | nafn |
1982 | 9 | 1 | 525 | 14,3 | Vopnafjörđur |
1899 | 9 | 9 | 675 | 14,0 | Teigarhorn |
1879 | 9 | 9 | 348 | 13,6 | Skagaströnd |
1892 | 9 | 5 | 816 | 13,5 | Vestmannaeyjar |
1876 | 9 | 14 | 348 | 13,3 | Skagaströnd |
1874 | 9 | 7 | 178 | 11,7 | Stykkishólmur |
Lćgstu tölurnar eru gamlar, ţá voru veđurstöđvar mjög fáar á landinu, flestar viđ svalar strendur ţar sem hámarkshiti er sjaldan hár. Viđ getum ţví varla taliđ 19.aldartölurnar međ. Fyrsta alvöru samkeppnistalan er sú sem er efst í töflunni. Ţađ er ótrúlegt, en hćsti hiti sem mćldist á landinu í september 1982 var 14,3 stig á Vopnafirđi (kauptúninu).
Meira í framhaldsbloggi.
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2010 | 19:41
Tvćr fćreyskar veđurbćkur
Fyrir rúmum tveimur árum var mér bent á ađ út vćri komin fćreysk veđurfrćđibók. Ég kannađi máliđ nánar og fann bókina sem mér var bent á, en einnig ađra nýlega.
Bćkurnar eru:
Veđur og tíđindi í Föroyjum 1875-2002 tekin saman af Petur Skeel Jacobsen og Veđurlćra eftir Hanus Kjölbro. Svo vildi til ađ fyrri bókin varđ fyrri til mín og kostađi nánast ekki neitt fannst mér, minna en ódýr vasabrotsbók ţrátt fyrir ađ vera í ágćtu bandi. Veđurlćra er hins vegar ein sú dýrasta sem ég hef keypt - miđađ viđ lengd og umfang.
Veđur og tíđindi er svipuđ bók og sú sem sá sem ţetta ritar tók saman 1993, Veđur á Íslandi í 100 ár. Töflur eru settar upp á svipađan hátt, nema hvađ töflurnar hér virđast eingöngu geta um veđur í Ţórshöfn. Töflurnar eru fróđlegar, en athugasemdir um skađaveđur og ţess háttar mćttu vera ítarlegri. Viđ fáum ţó ađ vita um sauđburđ og heyskap í flestum árum. Gaman er ađ bera saman veđur á Íslandi og á sama tíma í Fćreyjum.
Á hverri opnu er taflan á vinstri hönd, en á ţá hćgri er mynd frá Fćreyjum auk texta um helstu tíđindi ársins ţar um slóđir. Mikill fróđleikur er ţar víđa sem vekur forvitni og ţrá eftir meiru. Sem dćmi má nefna stutta frásögn af svokölluđu lćknastríđi í Klaksvík 1955 ţar sem danskt herskip međ menn og hunda var sent á stađinn. Eitthvađ hafđi mađur heyrt minnst á ţetta áđur og vćri gaman ef einhver duglegur útvarpsmađur eđa bloggari tćki ađ sér ađ rifja upp ţetta mál.
Áriđ 1955 var sólríkasta ár sem vitađ er um í Ţórshöfn og komst hámarkshiti í júlí í 22,1 stig. Margir hér muna enn rigningasumariđ mikla suđvestanlands og blíđuna nyrđra og eystra sama ár.
Veđurlćra Hanusar Kjölbro er byrjendabók í veđurfrćđi međ áherslu á sjóveđurfrćđi, Hanus mun vera skipstjóri, ritstjóri og sjómannaskólakennari. Bókin er vel og skýrt fram sett og hún er satt best ađ segja betri og ítarlegri en ţćr kennslubćkur sem til hafa veriđ á Íslensku. Ţó er hún ekki efnismeiri en svo ađ flestir veđuráhugamenn munu kunnugir nćr öllu sem í henni stendur. Ég mćli međ bókinni ef hćgt er ađ nálgast hana á lćgra verđi en ég ţurfti ađ greiđa (12 ţúsund krónur).
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 17
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 667
- Frá upphafi: 2461307
Annađ
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 590
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010