Bloggfćrslur mánađarins, október 2010

Hiti í október frá 1798 til 2009

Viđ lítum nú á međalhita í Stykkishólmi í október síđustu 200 árin rúm. Undanfarin ár hefur mánuđurinn veriđ frekar kaldur miđađ viđ flesta ađra mánuđi ársins. Hiti ekki nema 0,5 stig yfir međallaginu 1961-1990. Ţetta er samt yfir međallagi.

 

Októberhiti

Viđ sjáum á myndinni ađ ekki hefur komiđ verulega hlýr október síđan 1965, en ţađ var reyndar í byrjun hins alrćmda hafísárakuldakasts. Rauđa línan á myndinni sýnir međalleitni síđustu 200 ára. Í ljósi skorts á miklum hlýindum upp á síđkastiđ kemur á óvart ađ mánuđurinn hefur samt hlýnađ um 1,2 stig ađ međaltali á ţessum langa tíma. Reikningslega stafar ţađ af ţví ađ mjög kaldir októbermánuđir eru talsvert sjaldgćfari nú en á 19. öld.

Hlýskeiđiđ mikla á 20. öld tók seint viđ sér í október. Hlýindi í ţeim mánuđi létu bíđa eftir sér mestallan fjórđa áratuginn međan ofurhlýindi léku um ađra mánuđi. Ţađ var fyrst 1939 sem hitinn komst í gírinn. Í ţeim hlýindum sem nú ríkja er ţađ ár einn af helstu keppinautunum um verđlaunasćti í árakeppninni ásamt auđvitađ 2003 og 2004. Sjá frétt Veđurstofunnar 1.október.

Á fyrri tíđ er ţađ helst furđumánuđurinn október 1915 sem sker sig úr. Hann er hlýjasti október um sunnanvert landiđ og líka á landinu í heild. Í Stykkishólmi hefur 1946 skýra yfirburđi og sömuleiđis stóđ 1959 sig einnig vel. Ţann mánuđ man ég en var ekki alveg búinn ađ stilla mig inn á ţađ hvađ eđlileg árstíđasveifla er, hélt sjálfsagt ađ hlýindi á ţessum tíma árs vćru alveg eđlileg.

Köldustu októbermánuđirnir voru 1917 (haustiđ á undan frostavetrinum mikla) og 1824 (ţá voru síđustu mánuđir ársins ótrúlega kaldir). Mjög kalt var einnig í október 1981 og satt best ađ segja bjóst ég hálft í hvoru viđ frostavetri ţá á eftir. Ţađ var á ţeim tíma sem mađur vildi trúa ţví ađ einhver regla vćri í veđrinu.


« Fyrri síđa

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 664
  • Frá upphafi: 2461304

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 587
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband