5.9.2025 | 22:40
Spurt var - og tilraun gerð til svars
Á dögunum vildi svo til að hæsti hiti dagsins á landinu mældist á höfuðborgarsvæðinu. Ritstjóri hungurdiska var í framhaldi af því spurður um það hversu oft þetta gerist. Ekki átti hann svarið á reiðum höndum en gat þó svarað því að þetta væri kannski ekki óskaplega óalgengt - og gat auðveldlega séð að síðast átti þetta sama sér stað seint í júní í sumar - það liðu ekki nema rúmir tveir mánuðir á milli atvika.
Lengra var í ítarlegra svar, en með flettingum í gagnagrunni Veðurstofunnar var til þess að gera auðvelt að finna eitthvað nokkurn veginn. Reyndust þá að meðaltali um 25 dagar milli atvika af þessu tagi - einu sinni í mánuði það er að segja. En grunur var þó um að þetta kynni að vera árstíðabundið. Það sem hér fer á eftir er örlítið ítarlegra - sýnir aðallínu, en er samt ekki mjög nákvæmt. Við svona talningar koma alltaf fram einhverjar villur í gögnunum sem erfitt er að komast framhjá nema með töluverðri vinnu.
Myndin sýnir þetta grófa svar. Lárétti ásinn sýnir mánuði ársins en sá lóðrétti hversu stórt hlutfall allra daga það er sem hámarkshiti landsins þann daginn lendir á höfuðborgarsvæðinu. Það er algengast í nóvember, 7 dagar af hundrað - um það bil 13 dagar líða á milli atvika. Svipað er í febrúar. En í águst eru það ekki nema tveir hundraðshlutar daga sem þetta á sér stað, einn dagur af fimmtíu. Það er því greinilega ekki algengt að sumarlagi að hlýjasti staður landsins sé á höfuðborgarsvæðinu. Mun sjaldgæfara er að þessi stöð sem á hæsta hitann sé einmitt sú á Veðurstofutúni, það hefur gerst aðeins um einu sinni á ári síðustu 30 árin. Það eru Skrauthólar á Kjalarnesi sem standa sig best, sérstaklega yfir vetrartímann, sú ofanhlýindi sem vindsveipir Esjunnar draga til jarðar ná hins vegar ekki til aðalbyggðarinnar í Reykjavík. Af stöðvum sunnan Kollafjarðar er það Korpa sem stendur sig hvað best. Tíminn verður að leiða í ljós hvort aðrar (þá nýlegar) stöðvar geta keppt við hana.
Til þess að hafa þennan pistil aðeins ítarlegri gerði ritstjórinn lauslega talningu á sama hátt fyrir öll hin hefðbundnu spásvæði landsins. höfuðborgarsvæðið er þar talið með Faxaflóa. Faxaflói í heild stendur sig betur í keppninni heldur en höfuðborgarsvæðið eitt og sér. Stöðvar eins og Húsafell í Borgarfirði (að sumarlagi) og Garðskagaviti (haust og vetur) eru býsna drjúgar að hala inn met.
Myndin hér að ofan sýnir þetta. Athugið að kvarðinn er annar en á fyrstu myndinni. Það er vegna þess að fleiri myndir (með þessum sama kvarða fylgja í kjölfarið). Hlutur Faxaflóa er blár á myndinni. Það er rúmlega einu sinni í viku á vorin og snemmsumars - og svo aftur í nóvember sem Faxaflóastöð nær efsta sætinu. Hinar súlurnar eru heldur aumingjalegar, þær brúnu sýna hlut Breiðafjarðarstöðva, hann er mestur í nóvember og desember, hiti er hæstur þar um það bil einu sinni í mánuði, af stöðvum má nefna Gufuskála að vetri og Ásgarð í Dölum að sumarlagi. Vestfirðir eru með grænar súlur, mjög sjaldan sem hæsti hiti dagsins á landinu er á Vestfjörðum, kemur þó aðeins fyrir. Þar má nefna Bíldudal.
Svipað er á Ströndum og Norðurlandi vestra, heldur rýr uppskera. Þó er hún heldur betri en á höfuðborgarsvæðinu einu, best í apríl þegar nærri þrír dagar í mánuði lenda á Norðurlandi vestra. Norðurland eystra er mun metasæknara, þar er mikil árstíðaskipting, einn dagur á um það bil tveggja mánaða fresti yfir háveturinn, en að sumarlagi einn dagur af fimm.
Á austanverðu landinu er mikil árstíðasveifla. Brúnu súlurnar sýna hlut Austfjarða. Í febrúar er hiti hæstur þar nærri fjórða hvern dag og mjög oft allt frá því í september og fram í mars. En að sumarlagi er uppskeran rýrari, þó betri heldur en á höfuðborgarsvæðinu á þeim árstíma. Bláu súlurnar taka til Austurlands að Glettingi, fimmti til sjötti hver dagur í maí til september lendir þar, en síður að vetrarlagi.
Að lokum eru það Suðausturland og Suðurland. Mjög algengt er að hæsti hiti landsins sé á öðru þessara svæða. Suðausturland (bláar súlur) lætur aðeins undan um hásumarið þegar það grípur um tíunda hvern dag, á sama tíma er Suðurland með sitt hámark. Hér er rétt að benda á að spásvæðið Suðurland er ólíkt spásvæðum Austurlands að því leyti að þar eru bæði útnesjastöðvar (t.d. þær í Vestmannaeyjum) og innsveitir (t.d. Hjarðarland) - kannski nokkuð ósanngjarnt í svona metingi.
Það er erfiðara að meta hlut einstakra stöðva á réttlátan hátt vegna þess hversu mislengi þær hafa athugað. Byrja þyrfti á því að norma athugunartímann - eitthvað sem ritstjórinn gæti í sjálfu sér gert, en mun ekki gera.
Að lokum má geta þess að það kemur fyrir að hæsti hiti landsins er á hálendinu. Það er helst yfir hásumarið, en þó eftir að snjó hefur tekið upp. Það er að meðaltali um einu sinni til tvisvar á ári sem stöð á hálendinu nær hæsta dagshita landsins. Þetta gerist nær eingöngu í júlí og fyrri hluta ágúst - og svo eru stök tilvik eins og þegar stöðin á Eyjabökkum náði í hámarkshita landsins fyrir febrúarmánuð - einstakt tilvik sem fékk sinn pistil á hungurdiskum á sínum tíma.
Svipað hefur verið gert fyrir lægsta hita á hverjum degi - en við látum það má eiga sig að sinni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:45 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.9.): 14
- Sl. sólarhring: 114
- Sl. viku: 1415
- Frá upphafi: 2496176
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 1208
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning