Fyrri hluti vetrar

Við lítum nú á meðalhita í Reykjavík fyrri hluta íslenska vetrarins, eins og við höfum stundum gert áður. Fyrstu þrír vetrarmánuðirnir, gormánuður, ýlir og mörsugur voru heldur kaldari en að meðallagi að þessu sinni, þó lítillega hlýrri heldur en í hitteðfyrra. Þetta er í þriðja sinn í röð sem mánuðirnir þrír saman eru undir meðallagi síðustu 100 ára. 

w-blogg250125a

Eins og sjá má á línuritinu er töluverður munur á hitafari þessa árstíma frá ári til árs. Langhlýjastir voru mánuðirnir þrír veturinn 1945 til 1946, meðalhiti var þá yfir 4 stig í Reykjavík. Í nokkur skipti önnur hefur meðalhitinn verið yfir 3 stigum, síðast 2016-17. Fjölmargir kaldir mánuðir komu í klasa á árunum 1973-74 og til 1985, en heldur hlýrra verð aftur eftir það. Það hefur ekki gerst enn á þessari öld að meðalhiti fyrri hluta vetrar hafi verið undir frostmarki. Síðast átti það sér stað 1996 til 1997. Á fyrra hlýskeiði tuttugustu aldar gerðist það hins vegar endrum og sinnum. 

Í (ítarlegri) pistli hungurdiska um sama efni sem skrifaður var fyrir 6 árum kom fram að köldum fyrri hluta fylgdi oftar hlýr seinni hluti heldur en kaldur (og öfugt) - ekki er reglan þó svo ákveðin að nota megi hana til spádóma (slatti er af undantekningum - en lítið á síðustu myndina í þeim pistli). 

Við getum líka látið þess getið að í dag (25.janúar) er Pálsmessa - um hana var kveðið: 

Ef heiðbjart er og himinn klár
á helga Pálusmessu,
mun þá verða mjög gott ár;
mark skalt hafa af þessu.

Ef að þoka Óðins kvon
á þeim degi byrgir,
fjármissi og fellisvon
forsjáll bóndinn syrgir.

(hér haft eftir Þjóðsögum Jóns Árnasonar).

Þessi fróðleikur er frá útlöndum kominn - í ensku rímversi segir:

If St. Paul´s Day be faire and cleare,
It doth betide a happy yeare ;
But if by chance it then should rain.
It will make deare all kinds of graine ;
And if ye clouds make dark ye skie,
Then neate and fowles this yeare shall die ;
If blustering winds do blow aloft.
Then wars shall trouble ye realm full oft.

Ekki gott að segja á hverju þetta byggir - sennilega komið frá miðjarðarhafslöndum í fyrndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg250125d
  • w-blogg250125c
  • w-blogg250125b
  • w-blogg250125a
  • w-blogg220125id

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 285
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 2450
  • Frá upphafi: 2436809

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 2221
  • Gestir í dag: 229
  • IP-tölur í dag: 226

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband