3.6.2024 | 21:27
Brot frá árinu 1997 - hret í júníbyrjun
Við rifjum í stuttu máli upp hret sem gerði snemma í júní 1997. Sumir kenna það við smáþjóðaleikana sem haldnir voru um þær mundir. Eftirminnilegur dagur þegar sleit snjó úr lofti á Laugardalsvelli. Þótt þetta hret standist engan samjöfnuð við páskahretið mikla 1963 (enda nærri tveimur mánuðum síðar að vori) var aðdragandinn svipaður og þannig að hitabreyting milli daga varð óvenjumikil og víða metmikil.
Dagana 2. og 3. júní var hlýtt háþrýstisvæði nærri landinu og skammt sunnan við það. Vestan- og suðvestanátt var ríkjandi með mjög hlýju og björtu veðri á Norðurlandi. Aðfaranótt 4. ruddist kalt heimskautaloft suður með austurströnd Grænlands og suður til Íslands og hélst kuldinn í marga daga um land allt. Hitabreytingin frá 3. til 4. er með þeim mestu sem þekkist á milli daga hér á landi og varð sérlega áberandi vegna þess að hér hjálpuðust bæði ákveðin suðvestanátt og sólskin við að ná upp hámarkshitanum 3. júní og hitafallið varð óvenju hastarlegt vegna þess að kalda loftið kom að landinu um miðja nótt.
Fyrsta mynd pistilsins sýnir hitabreytingar á Möðruvöllum í Hörgárdal þessa daga. Dægursveiflan er mikil í hlýja loftinu, yfir 16°C á sólarhring 2. júní, greinilega er varmatap að nóttu mjög mikið, en sólin sér um að halda dagshitanum uppi. Ef nánar er að gáð, má sjá stökk í hitanum milli kl. 8 og 9 að morgni þess 3., hitinn hækkar þá um 6,6°C á einni klukkustund, samtímis jókst vindur niður dalinn og greinilegt að niðurstreymi hefur aukið hitann (loft í niðurstreymi hlýnar um 1°C á 100 m hæðarlækkun).
Hitinn náði hámarki milli kl 16 og 17 (24,1°C), en síðan féll hann að meðaltali um 1,1°C næstu 8 klukkustundirnar (fram til kl.1 þ.4). Þetta heldur minna en vænta má ef útgeislun réði ein ferðinni enda sjáum við talsvert hik í fallinu rétt fyrir miðnættið. Niðurstreymisloft hefur því enn verið á ferðinni. Eftir kl.1 snerist vindátt og hiti fór að falla verulega, 13,3°C frá kl.1 til kl.4 og þar af 6,1°C frá 3 til 4. Kalda loftið úr norðri ruddist yfir landið. Þá varð tímabundnum botni náð. Svipað átti sér stað á flestum veðurstöðvum um landið norðan- og austanvert. Á Suður- og Vesturlandi kólnaði líka, en þar hafði ekki verið nærri því eins hlýtt dagana áður.
Við tökum nú eftir því að þann 4. bælir aðstreymi með skýjum dægursveifluna niður í 2,4°C (sem þó er mun meiri en er á meðaldegi í Seley). Daginn eftir er dægursveiflan aftur hrokkin í lag þó kalt sé. Frá því kl.16 þann þriðja til kl.4 þann fjórða féll hiti um 22,4¨C. Mikil umskipti urðu í veðri, frá hásumri yfir í einskonar haust.
Við lítum nú á fáein veðurkort.
Hinn 3.júní var hlýjasti dagurinn fyrir norðan. Kortið sýnir mjög mikla háloftahæð fyrir suðvestan land. Henni fylgir mjög hlýtt loft, þykktin er vel yfir 5550 metrum. Mjög snarpt lægðardrag nálgast hins vegar óðfluga úr norðvestri. Það hvessir fyrst af vestri í háloftunum en aðeins fáeinum klukkustundum síðar snýst vindur til norðurs og mun kaldara loft (blár litur) rennur suður yfir landið.
Það má sjá á kortinu sem gildir síðdegis þann 4. Hæðin er komin til Vestur-Grænlands og kalt lægðardrag liggur suður um Ísland. Þykktin í ljósasta bláa litnum er á milli 5220 og 5280 metrar.
Tveimur dögum síðar, þann 6., má segja að hretið sé í hámarki. Enn kaldara loft hefur borist úr norðri, þykktin yfir miðju landi komin niður í 5160 metra, en það er með því lægsta sem sést í júní. En taka má eftir því að austan lægðardragsins er mjög hlý sunnanátt.
Þann 7. er háloftalægðin komin suður fyrir land og er um það bil að beina hlýrra lofti úr austri inn yfir landið. Broddurinn var úr hretinu. Þó hlýnaði ekki að neinu ráði, mikið vantaði upp á fyrri hlýindi.
Þetta er afskaplega svipuð atburðarás og var í páskahretinu mikla 1963. Þá skall norðanáttin á landinu um miðjan dag, en í þessu tilviki aftur á móti um miðja nótt. Mesta kuldanum 1963 lauk á sama hátt og hér - vindur snerist úr norðri í suðaustur í háloftunum. Úrkomusvæði fór vestur yfir landið.
Nú snjóaði víða um land - meira að segja á Suðurlandi. Alhvítt varð á Önnuparti í Þykkvabæ, á Hellu og Lækjarbakka að morgni 8. Jörð var hálfhulin snjó á Eyrarbakka. Þetta er ekki algengt í júní.
Sjávarmálskortið sem gildir að kvöldi laugardagsins 7. sýnir hlýrra loft úr austri þrengja að kalda loftinu.
Myndin sýnir breytingar á þrýstispönn yfir landið fyrstu þrjár vikur júnímánaðar 1997. Spönnin reiknast sem munur á hæsta og lægsta þrýstingi á landinu á hverjum athugunartíma (3 klst fresti). Rauði ferillinn sýnir lægsta þrýstinginn. Hæðin mikla réði ríkjum þann 1. og 2., en síðan féll þrýstingur talsvert þegar háloftalægðardragið kom úr norðvestri. Þá hvessti að mun og þann 4. fór þrýstispönnin upp í nærri 20 hPa, en það er mikið í norðanátt í júní. Þetta hvassviðri gekk fremur fljótt yfir, en spönnin jókst aftur þegar hlýja loftið nálgaðist úr austri og lægðin gróf um sig fyrir sunnan land. Náði hún aftur nærri 20 hPa þegar mest var, einmitt um það leyti sem sjávarmálskortið hér fyrir ofan sýnir. Þann 9. var komið skaplegt veður og hélst þannig næstu daga - þótt svalt væri áfram.
En kuldapollurinn var ekki dauður úr öllum æðum. Mikil furða hvað þannig fyrirbrigði geta verið þrálát ef ekkert er að þeim þrengt. Hann hringsólaði tiltölulega aflítill fyrir sunnan land en mjakaðist svo norður fyrir. Þann 15. var svo komið að hann krækti í meira kalt loft við austurströnd Grænlands og gat beint því til Íslands. Þrýstispönnin varð þá um 12 hPa þegar mest var - sem er ekki sérlega mikið en þó nægilegt til að menn finna fyrir því. Úrkoma varð talsverð um landið norðanvert og talsvert snjóaði inn til landsins. Alhvítt var í Möðrudal og í Svartárkoti þann 14. og þann 15. varð alhvítt í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, meira að segja á Blönduósi. Mest snjódýpt mældist í Litlu-Hlíð í Vesturdal í Skagafirði að morgni 15., 15 cm. Daginn eftir, þ.16. var enn alhvítt á allmörgum stöðvum og þann 18. varð alhvítt við Hvannstóð í Borgarfirði eystra.
Kortið sýnir þetta síðara hret - þegar snjókoman nyrðra var í hámarki. Nokkuð kröpp lægð er við Norðausturland og vefur úrkomusvæði utan um sig.
Við sjáum á hæðar- og þykktarkortinu sem gildir kl.6 að morgni 16.júní að pollurinn var þá enn öflugur, þykktin um eða innan við 5210 metrar í miðju - skýrir snjókomuna. Þetta er langkaldasta loftið á öllu kortinu.
Kuldakastið olli ekki mjög miklu tjóni eða vandræðum, en þó sá víða á gróðri. Ófærð var á heiðum og fé fennti, fuglar urðu illa úti. Tímabundinn hálkuvandi var einnig á fáeinum vegum á láglendi.
Kuldinn var mikill, fjölmörg met voru sett á veðurstöðvum. Ekki hefur mælst meira frost í Vestmannaeyjum í júní, en mælingar hófust þar 1877 (-1,4 stig). Hiti mældist 3,6 stig í Reykjavík kl.15 þann 7. Það er lægsti hiti á þeim tíma dags í júní í Reykjavík frá 1949 a.m.k. Jafnkalt var þó 9. júní 1986 kl.15. Kl.18 var hámarkshiti frá kl.9 í Reykjavík 4,1 stig. Það er það lægsta sem vitað er um í júní í Reykjavík. Landsdægurlágmarksmet lifa fjögur úr þessu hreti (5., 6., 7. og 8.). Þrjú þau fyrstu sett á Gagnheiði en það síðasta í Sandbúðum. Lægst er talan -9,4 stig á Gagnheiði þann 7. og er það næstlægsta lágmark í júní í safni Veðurstofunnar (utan hájökla). [Enn kaldara var í Nýabæ í hvítasunnuhretinu mikla 1973, -10,5 stig þann 11.júní].
Hugsanlegt er að fleiri upplýsingum verði bætt við þennan pistil síðar. Svo bíða fleiri hret umfjöllunar. Minnt er á að lítið vantar nú upp á að pistlar hungurdiska um öll árin 1801 til 1974 séu tilbúnir (örfá ár vantar). Þar má finna upplýsingar um helstu vorhret. Árin frá 1975 og áfram verða meðhöndluð með öðrum hætti - endist þrek ritstjórans.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1027
- Sl. sólarhring: 1115
- Sl. viku: 3417
- Frá upphafi: 2426449
Annað
- Innlit í dag: 915
- Innlit sl. viku: 3071
- Gestir í dag: 889
- IP-tölur í dag: 823
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.