Smávegis af maí

Maímánuður var að sumu leyti óvenjulegur. Háloftavindar voru nokkru sterkari en að meðallagi, sérstaklega sunnanáttin. Við vitum aðeins um sterkari sunnanátt þrisvar í maí síðustu 80 árin. Það var 2018, 1978 og 1947. Maí 2018 er sérlega minnisstæður fyrir leiðindi um landið sunnan- og vestanvert. Hin tvö ártölin eru meira fallin í gleymsku og dá. Textahnotskurn hungurdiska segir um maí 1978: „Fremur óhagstæð tíð. Úrkomusamt, einkum á Suður- og Vesturlandi. Hiti var yfir meðallagi“ og um maí 1947 er textinn öllu óræðari: „Hlýtt og hagstætt í innsveitum, en svalara við sjóinn. Fremur úrkomusamt“.

Tilfinningin er sú að skoðanir séu nokkuð skipar um nýliðinn maí, við sjáum til hvað Veðurstofan segir.

w-blogg020624a

Hér má sjá hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur) - af þeim ráðum við vindátt og styrk. Jafnþykktarlínur eru daufar og strikaðar, en þykktarvik eru sýnd í lit. Hlýindi eru sýnd í gulu, brúnu og rauðu, en blái liturinn sýnir svæði þar sem þykktin er undir meðallagi. Þar var mánuðurinn kaldur. Mikil hlýindi voru ríkjandi fyrir austan land en kalt var á Grænlandi. Ísland er þarna á milli. 

Eins og áður sagði var vestanáttin líka nokkuð sterk í mánuðinum, vel inni í efsta fimmtungi síðustu 80 ára. Sé leitað að svipuðu finnast maí 2018 - sem áður var minnst á, en einnig maí 1992. Þótt staðan hér við Ísland hafi verið svipuð og nú - og hlýindin austan við sömuleiðis var kuldinn vestur af miklu stórgerðari í þessum fyrri mánuðum heldur en nú, þegar hann hélt sig aðeins við Grænland. 

Kortið sýnir að í neðri hluta veðrahvolfs er munur á hitavikum vestan- og austanlands. Hlýrra er eftir því sem austar dregur - nær meginhlýindunum við Noreg. Þetta kemur vel fram í röðunarskránni hér að neðan.

w-blogg020624b

Það eru 24 maímánuðir í röðinni. Hiti var í meðallagi við Faxaflóa - raðast í 9 sæti af 24. Hiti á öðrum spásvæðum lendir í efsta þriðjungi (8. sæti eða ofar) og á landinu austanverðu í efsta fimmtungi. Þetta var fjórðihlýjasti maímánuður aldarinnar (sem af er) á því svæði.

Þetta segir ekkert um sumarveðrið - það er frjálst og óháð. 

Við þökkum BP að vanda fyrir kortið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg081124d
  • w-blogg081124a
  • w-blogg071124a
  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 239
  • Sl. sólarhring: 329
  • Sl. viku: 1673
  • Frá upphafi: 2408541

Annað

  • Innlit í dag: 225
  • Innlit sl. viku: 1505
  • Gestir í dag: 218
  • IP-tölur í dag: 217

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband