1.6.2024 | 21:28
Hret?
Kuldakast er nú komið inn í spár Veðurstofunnar. Við látum vaktina auðvitað sjá um hinar formlegu spár - enda fylgist ritstjórn hungurdiska ekki með stöðunni í þeim smáatriðum sem hún gerir. En spurt er um það hversu algeng norðanhret af þessu tagi eru eiginlega á þessum árstíma. Það er ekki alveg létt að svara því fyrirfram (spár geta brugðist). Við rifjum þó upp að mikið hret gerði 6. til 8. júní árið 2011 - var nokkuð ítarlega fjallað um það á hungurdiskum á sínum tíma. Snjó festi þá stutta stund í námunda við Selfoss.
Árið áður, 2010 gerði mikið hret með verulegri ófærð seint í maí. Árið 2002 gerði gríðarlegt norðaustanillviðri 17. og 18. júní - en það var talsvert ólíkt stöðunni nú. Svo er það hretið mikla snemma í júní 1997 - hungurdiskar hafa minnst á þessi hret 2002 og 1997 áður, en til stendur að gera þeim aðeins betri skil síðar (ef þrek endist). Jónsmessuhretið 1992 er nokkuð sér á parti. Einnig verður að nefna hretið mikla í kringum 10.júní 1983 - og stóru hretin 1975 og 1973 - það síðarnefnda fékk umfjöllun í pistli hungurdiska um það ár. Sömuleiðis mikið hret seint í júní 1968 og hretviðrin miklu í júní 1959. Sömuleiðis má nefna stórhretið síðast í maí 1952 og hið óvenjulega fannkyngi síðast í maí 1949. Fleira mætti telja.
En af þessari löngu upptalningu má sjá að hret eru ekki beinlínis sjaldgæf á þessum árstíma (síðustu dagana í maí og svo í júní). Í einum af pistlum hungurdiska um hretið 2011 segir að það sé eitthvað sem búast megi við um það bil einu sinni á áratug.
Það er ekki fyrr en eftirá sem við getum metið hlutfallslegan alvarleika þess hrets sem nú er í spánum - en við skulum taka mark á þeim.
Viðbót 5.júní:
Tvö landsvindhraðamet júnímánaðar hafa verið slegin á vegagerðarstöðvum. Engin landsmet hafa verið slegin á öðrum stöðvum.
Meðalvindur mældist 38,3 m/s á stöðinni á Öxi kl.17 þann 4.júní. Þetta er meiri meðalvindhraði en áður hefur mælst á vegagerðarstöð í júní. Næst koma 34,1 m/s sem mældust í Vatnsskarði eystra 19.júní 2001. Mælingar á Öxi hafa verið gerðar síðan 2006.
Mesta vindhviða mældist nú 56,9 m/s, í Hamarsfirði þann 4. kl.4. Gamla metið var sett á Hraunsmúla í Staðarsveit þann 18.júní 2002, 55,8 m/s. Byrjað var að mæla í Hamarsfirði 2010.
Meðalvindhraðamet júnímánaðar fyrir landið allt stendur, það er 41,9 m/s sem mældust á Skálafelli í hretinu mikla 4. júní 1997. Hviðan í Hamarsfirði er hins vegar meiri en mælst hefur hingað til á landinu í júní - sjá þó athugasemd hér að neðan:
Vindhraðamælingar á þeim stöðvum eru ekki alveg sambærilegar hefðbundnum stöðvum Veðurstofunnar. Sérstaklega á þetta við um hviðumælingar. Á hefðbundnum stöðvum eru hviður að sögn miðaðar við 3 sekúndur, en 1 sekúndu á vegagerðarstöðvunum. Ekki er fullljóst hverju munar í reynd á aðferðunum tveimur en alla vega eru þær ekki fullsambærilegar. Á báðum gerðum er meðalvindhraði miðaður við 10-mínútur, en að jafnaði eru möstur vegagerðarstöðvanna lægri heldur en hin hefðbundnu 10 metra möstur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 5.6.2024 kl. 17:55 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 14
- Sl. sólarhring: 273
- Sl. viku: 2393
- Frá upphafi: 2434835
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2120
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.