Smávegis af mars

Meðan við bíðum eftir tölum marsmánaðar frá Veðurstofunni skulum við líta á 500 hPa-meðalkort mánaðarins. 

w-blogg020424a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en hæðarvik eru sýnd með litum. Dálítill hæðarhryggur er fyrir norðan land og mikil jákvæð hæðarvik yfir Grænlandi. Hlýindi fylgdu á þeim slóðum og eins var mjög hlýtt á meginlandi Evrópu. Vik voru mjög neikvæð við Bretland. Ekki var þó sérlega kalt þar því sunnanátt var ríkjandi, lægðir viðloðandi mestallan mánuðinn. Eina svæðið þar sem hiti var undir meðallagi var blettur í vesturjaðri bláa svæðisins, þar ríkti svöl vestnorðvestanátt. 

Eins og við sjáum af kortinu voru austlægar áttir ríkjandi í háloftunum í mars. Það er ekki algengt. Við athugun kemur í ljós að þetta er í fyrsta sinn síðan 1963 sem austanátt er ríkjandi í marsmánuði yfir landinu - og ekki er vitað um aðra marsmánuði sem þannig er háttað um á tíma háloftamælinga. Sá er þó munur á mars nú og 1963 að þá var meiri sunnanátt heldur en nú og meðalhiti á landsvísu 2,5 stigum hærri heldur en nú - frægur mánuður fyrir hagstæða tíð. 

Við þökkum BP að vanda fyrir kortagerðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband