25.1.2024 | 20:43
Draugalægð gengur aftur?
Á sunnudaginn var (21.janúar) sendi skemmtideild evrópureiknimiðstöðvarinnar frá sér fádæma krassandi spá sem gilda átti á sunnudaginn kemur (28. janúar). Nánast metdjúp lægð átti að verða skammt undan Norðausturlandi (eftir að hafa farið yfir landið úr suðri og suðvestri). Þetta var heldur óvænt - lægðin hafði lítið sem ekkert gert vart við sig í fyrri spám - og hún gufaði síðan algjörlega upp í næstu spárunu á eftir. Ekkert með það - þetta gerist endrum og sinnum í líkönum - og enginn æsir sig yfir því. Bandaríska líkanið gaf ekkert svona til kynna.
Svo gerist það allt í einu nú síðdegis (fimmtudag 25. janúar) að þessi sama lægð dettur aftur inn í spár - en að þessu sinni hjá bandarísku veðurstofunni. Satt best að segja kemur þetta ritstjóra hungurdiska mjög á óvart, þetta er eins og draugssvipur birtist á þili.
Við skulum nú bera saman þessa umræddu skemmtispá evrópureiknimiðstöðvarinnar og bandarísku spána frá því nú á hádegi (12). Tökum fram að þetta er fyrir forvitni sakir - .
Býsna afgerandi - en kom og fór - birtist aðeins í þessari spárunu - og hefur ekki sést síðan (í fjóra daga). Lægðin er 928 hPa í miðju, líklega met á þessum stað (líkur á svona lágum þrýstingi eru heldur meiri sunnan við land heldur en fyrir norðan það).
Síðan er það spá bandarísku veðurstofunnar frá því á hádegi í dag (fimmtudag 25.janúar) - gildir á sama tíma og kortið að ofan.
Lægðin nú 931 hPa í miðju eftir að hafa farið yfir landið austanvert. Býsna líkt fyrra korti og - eins og áður sagði - hefur ekki komið fram í spám frá því á sunnudag. Lægðin gengið aftur - eins og hver annar draugur.
Að lokum lítum við á nýjustu spá evrópureiknimiðstöðvarinnar - sem gangsett er á sama tíma og bandaríska spáin og gildir á sama tíma (síðdegis á sunnudag).
Ákveðin líkindi eru þó með þessu korti og þeim hér að ofan. Það er lægð á svipuðum slóðum - og lægðardrag á Grænlandshafi. Munurinn hins vegar sá að lægðin er 962 hPa í miðju, meir en 30 hPa grynnri - og munar um minna. En reiknimiðstöðin er hins vegar búin að reisa upp lægð á sömu slóðum og afturgangan birtist á.
Það yrði enn með ólíkindum holdgerðist draugurinn í raun og veru. Það er satt best að segja ekki mjög trúlegt - en við þurfum þó ekki að bíða lengi eftir því hvað gerist - enginn jarðfræðilegur tímakvarði hér á ferð - aðeins nokkur dægur.
[Viðbót (á gildistíma spánna, sunnudag 28.janúar). Svo fór að við sluppum. Lægðin dýpkar nú milli Íslands og Noregs - en er enn spáð niður fyrir 940 hPa og á að valda ofsaveðri í Norður-Noregi á morgun - mánudag].
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 28.1.2024 kl. 20:16 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 2478
- Frá upphafi: 2434588
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Má ske nýtt Mosskerfi milli heimsálfanna?
Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2024 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.