Smávegis af desember

Eins og flestir lesendur hafa þegar frétt (eða fundið) var desembermánuður 2023 kaldur um land allt - alla vega miðað við tísku síðustu áratuga. Á landsvísu var meðalhitinn -2,3 stig sem er reyndar snöggtum hlýrra heldur en í fyrra en samt vel undir meðallagi. 

w-blogg100124b

Á Norðurlandi var þetta næstkaldasti desembermánuður það sem af er öldinni, en á öðrum spásvæðum er hann sá þriðji- eða fjórðikaldasti.

w-blogg100124a

Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins í mánuðinum en litir vik frá meðallagi. Hæðin var ekki fjarri meðallaginu hér á landi, en talsvert undir því í Skandinavíu sunnanverðri, en yfir því vestanhafs. Af legu vikanna má sjá að norðanátt var talsvert áleitnari heldur en í meðalári - þótt meðalvindáttin væri að vísu lítillega sunnan við vestur. Venjulega er áttin suðvestlæg í miðju veðrahvolfi í desember. Við megum líka taka eftir því að jafnhæðarlínurnar eru ekki sérlega þéttar við landið - þær eru mun þéttari sunnan við land, enda aðallægðabraut mánaðarins á þeim slóðum.

Við þökkum BP að vanda fyrir kortagerðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a
  • w-blogg270625a
  • Slide11
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 27
  • Sl. sólarhring: 761
  • Sl. viku: 2651
  • Frá upphafi: 2481022

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2319
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband