Sumarmisseriđ 2023 - hiti

Nú er sumariđ liđiđ og allt í einu kominn fyrsti vetrardagur. Af ţví tilefni lítum viđ lauslega á međalhita íslenska sumarmisserisins í Reykjavík og á Akureyri. Látum okkur nćgja tímann aftur til 1950 - hér hefur áđur veriđ litiđ til lengri tíma.

w-blogg271023a

Í Reykjavík var hitinn lítillega undir međallagi síđustu tíu sumra, reiknast 8,9 stig, var 8,8 í fyrra og líka 8,9 sumariđ 2021. Á myndinni sjáum viđ ađ hlýjast var 2010 en líka mjög hlýtt 2919. Á eldri tíđ er 1960 ţađ hlýjasta sem viđ sjáum (hlýrri sumur voru enn áđur). Ţađ kólnađi mjög eftir ţađ, ţannig ađ međalsumariđ 1973 til 1982 var jafnkalt og kaldasta sumar ţessarar aldar, 2018. Leitnin er í sjálfu sér merkingarlítil, en reiknast +0,9 stig á öld. Glögglega má sjá á ţessari mynd hvers vegna ritstjóra hungurdiska er heldur í nöp viđ leitnireikninga sem byrja 1979 - eins og algengt er ađ sjá. 

w-blogg271023b

Á Akureyri hefur hlýnunin veriđ ákveđnari, en jafnframt er breytileiki milli nćrliggjandi ára mun meiri heldur en í Reykjavík. Ţar var langkaldast 1979, en hlýjast var sumarmisseriđ 2014. Reiknuđ leitni er +1,7°C/öld - nćrri ţví tvöföld á viđ Reykjavík. Ekki skulum viđ gera of mikiđ úr ţví, en er svo sem í samrćmi viđ ţađ ađ norđlćgar áttir hafa hlýnađ umtalsvert á ţessum tíma - sennilega vegna minnkandi hafísútbreiđslu í norđurhöfum. Ţađ er einfaldasta skýringin - hvort hún er rétt vitum viđ ekki. Međalhiti sumarsins nú á Akureyri var 8,5 stig, sá sami og í fyrra. 

w-blogg271023c

Á nćstu mynd höfum viđ sett 10-árakeđjur stađanna beggja inn á sömu mynd. Ţá kemur í ljós ađ munur á milli stađanna er talsvert misjafn eftir tímabilum. Hafísárin voru ađ tiltölu talsvert kaldari á Akureyri heldur en í Reykjavík - munađi ţá mestu á međalhita stađanna. Vestanáttakuldinn sem fylgdi í kjölfariđ varđ ađ tiltölu meiri í Reykjavík heldur en fyrir norđan, en síđan tók Reykjavík hiđ makalausa stökk til hlýrri sumra í kringum aldamótin. Síđustu árin hefur Akureyri aftur unniđ heldur á - og ţar hefur hiti hćkkađ nokkuđ jafnt og ţétt allt frá ţví um miđjan 9. áratuginn. Í Reykjavík hefur hins vegar heldur slegiđ á hitaaukningu síđasta áratuginn rúman. Hvađ gerist á nćstu árum vitum viđ auđvitađ ekki. 

w-blogg271023d

Eins og margir muna hefur veđriđ veriđ mjög kaflaskipt ađ undanförnu. Maí og júní voru ţannig afskaplega drungalegir í Reykjavík, júní sérlega hlýr fyrir norđan. Júlí og sérstaklega ágúst bćttu ţó stöđuna verulega. Setjum viđ ţetta á íslensku mánuđina má sjá ađ skerpla var sérlega köld, heyannir hins vegar hlýjar, tvímánuđur í svalara lagi, en ađrir mánuđir nćrri međalhita. 

Sé litiđ á einstaka landshluta - međ augum spásvćđaskiptingar Veđurtofunnar kemur í ljós ađ Miđhálendiđ stendur sig einna best. Ţar var sumarmisseriđ vel ofan međallags. Kaldast - ađ tiltölu var hins vegar á Norđurlandi eystra. 

Viđ skulum líka láta ţess getiđ ađ í ár var sumarauki í íslenska misseristalinu. Í slíkum árum er viku bćtt viđ sumariđ. Vikur í venjulegum vetri og sumri eru 26 í hvorri árstíđ, sjö dagar hver vika. Ţađ eru 364 dagar, en hiđ raunverulega sólarár er 365,24219 dagar (allir ţessir aukastafir skipta máli). Ţví vantar upp á. Ţetta er lagađ eftir ákveđnu kerfi á nokkurra ára fresti, einni aukaviku skotiđ inn í sumariđ ţannig ađ áriđ verđi ađ međaltali ađ réttri lengd. Ţetta er raunar nákvćmari leiđrétting heldur en tíđkađist í gamla stíl (júlíanska tímatalinu). Rómverska kirkjan vissi af ţessari villu - ekki ţó vegna íslenska tímatalsins heldur vegna ţess ađ ţađ stefndi í ađ hátíđisdagar tengdir jólum fćru ađ rekast saman viđ hátíđisdaga tengda páskum. Páskarnir eru mikilvćgari í kaţólskri trú heldur en jólin. Ţeir eru tengdir jafndćgrum í „gegnum tungliđ“ - ef svo má ađ orđi komast. 

Sambúđ sumarauka íslenska tímatalsins og hlaupára flćkti máliđ ađeins. Á 28 ára fresti ţurfti ađ leyfa fyrsta vetrardegi - og ţar međ líka íslensku mánuđunum (fram ađ nćsta hlaupársdegi) ađ hlaupa degi síđar en í öllum öđrum árum. Reglan varđ sú ađ ţetta skyldi gera ţegar sumaraukaár vćri á undan hlaupári og kallađist rímspillir. Ţetta gekk fullkomlega í gamla stíl (sem varđ aftur vitlausari og vitlausari). Međ nýja stíl eru ekki hlaupár á aldamótum - nema ţegar fjórir ganga upp í fyrstu tvo stafi ártalsins. Ţessi breyting kom af stađ nýrri gerđ rímspilliára - áriđ 1899 hefđi átt ađ vera ţannig - en var ţađ ekki vegna ţess ađ áriđ 1900 var ekki hlaupár. Ţetta er nákvćmlega útlistađ í ýmsum ritum (bendi helst á skrif Ţorsteins Sćmundssonar hjá Almanaki Háskólans). 

Eins og áđur sagđi var nýi stíll tekin upp hér á landi áriđ 1700 (um ţađ hafa hungurdiskar fjallađ lítillega áđur). Jóni Árnasyni sem ţá var skólameistari á Hólum (en varđ síđar biskup í Skálholti) var faliđ ađ gera skýrslu um samrćmingu íslenska og gregorska tímatalsins. Hann gerđi ţađ og gaf út nýtt almanak 1707. Viđ skulum ljúka ţessu međ tilvitnun í ţađ. Hér hefur stafsetningu veriđ breytt til nútímahorfs - en orđalag heldur sér ađ mestu. Bókin heitir „Calendarium Gregorianum“, prentuđ á Hólum 1707. Hún er fáanleg á netinu. 

Rímspillir er hiđ sama og varnađar ár. Hann er sérdeilis innifalinn í óreglulegri vetrar, miđsvetrar og góu komu, ţegar ţessir tímar koma einum degi síđar en ţeir plaga ađ koma í seinasta lagi á öllum hinum árunum.

Orsökin til rímspillis er sá óreglulegi sumarauki er eg fyrri umgat. Hann er svoleiđis: Ađ vika verđur lögđ viđ sumar, ţó ekki hafi ţađ komiđ í fyrsta lagi ţann 19. apríl eins og á reglulegum sumar auka árum. Og ţó vetrarkoman hafi ei veriđ komin á fyrirfarandi ári á sitt efsta sćti ţann 20. október. En međ ţví ţá verđur óorđulega viđ sumar lagt (fyrr en annars bćri) ţá kemur ţar af ađ veturs, ţorra og góu inngangur verđur einum degi síđar en vanalegt er. Vetur kemur ţá 27. október, ţorri 26. janúar, góa 25. febrúar og ţessara tíma koma svo síđleg kallast rímspilli.

Nćr ađ rímspillir skuli haldast er nú ekki svo auđvelt ađ finna sem áđur ţegar gamli stíll var brúkađur, ţá féll hann á hvert 8. og 9. ár sólaraldar og hafđi ţví alltíđ eins langt bil á millum sín, en nú hér eftir verđur ýmislega langt á millum varnađar ára en ţó verđa ţau oftastnćr á 28. ára fresti ein og áđur.

Rímspillir orsakast af sumarauka, sumarauki af sunnudagsbókstaf og hlaupárum. En sunnudagsbókstafa umbreyting er ekki öll úti eftir nýja stíl fyrr en ađ loknum 400 árum; ţar hún var áđur úti á 28. fresti.

[Hér skulum viđ gera ţá athugasemd ađ vegna hlaupársins flyst sumardagurinn fyrsti ekki - og ekki heldur fyrsti dagur einmánađar og sömuleiđis ađ hjá Jóni byrjar vetur á föstudegi - og er ţví ekki fyrsti dagur gormánađar - eins og nú er venja - er hluti veturnátta. Eitthvert hringl var lengi međ ţetta atriđi].

Ritstjóri hungurdiska óskar lesendum hungurdiska gćfu og gengis á komandi vetri međ ţökk fyrir jákvćđar undirtektir - og umburđarlyndi gagnvart aukinni leti og elli hans. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2434588

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband