28.8.2023 | 15:01
Afmæli hungurdiska - og smáhugleiðing
Um þessar mundir er blogg hungurdiska 13 ára. Nú hafa birst 3130 færslur og pistlar - mismerkilegt auðvitað, sumt algjört hrat, en annað mun efnismeira og hugsanlega gagnlegra. Fyrsta færslan birtist 19. ágúst árið 2010, sú fyrsta efnislega birtist fjórum dögum síðar, þann 23. Bar hún fyrirsögnina Íslensk veðurfræðirit: Fyrsta íslenska veðurbókin. Þar er fjallað um rúmlega 70 blaðsíðna samantekt Magnúsar Stephensen Um Meteora, eða veðráttufar, loftsjónir og aðra náttúrulega tilburði á sjó og landi sem birtist í þriðja árgangi rita Lærdómslistafélagsins (1782).
Magnús var greinilega mikill veðuráhugamaður og ritaði ýmislegt furðuskarplegt þar um. Gallinn er hins vegar sá að varðveisla á gögnum hans virðist hafa verið nokkuð tilviljanakennd og margt af þeim er annað hvort illa týnt eða alveg glatað. Hann virðist t.d. hafa haft hitamæli, en ekki er þó víst að hann hafi nokkurn tíma gert reglulegar mælingar. Vel má það þó vera. Um aldamótin 1800 stóð hann fyrir útgáfu fréttarits sem hét Minnisverð tíðindi (aðgengileg á timarit.is). Þar má finna ýmsar mjög gagnlegar fréttir af veðri þeirra ára. Einnig ritaði Magnús Eftirmæli 18. aldar og gaf út, bæði sérstaklega sem og sem eins konar viðhengi við Minnisverð tíðindi. Afskaplega merkilegt rit, bæði efnislega sem og í ritstíl. Eykonan Ísland er í fyrstu persónu og segir frá, öldin 18. sem og aðrar aldir eru einnig kvengerðar. Verður af þessu stundum sérkennilegt bragð - en skemmtilegt hafi maður smekk fyrir því. Bólu-Hjálmar notaði sama bragð (og jafnvel sama orðalag) í frægu Íslandskvæði 1874.
Eftir nokkuð margorðan inngang víkur Magnús að árferði 18. aldarinnar. Þar segir hann (við breytum stafsetningu að mestu til nútímahorfs):
Árferðið, er þú leiddir yfir mig, vil eg, yfir höfuð reiknað, ekki svo umkvarta; eldri systur þínar hafa ollað lakara. Þó fátt verði talið af veltiárum til lands, sem sérlega milda vetra höfðu í fylgd sinni á þínum fyrra helmingi, svo að þeir ekki legðust með ýmsu móti þungt í bein mín og illa í nokkra útlimi mína, má yfir höfuð segja, all-sæmilegt heita frá 1702 til 1736, bærilegt til 1750, en fyrstu illúðlegu kveðju þína 1701 undanskil eg, því það er gamall óvandi ykkar systra að heilsa mér illa; eins má eg ekki mjög um árferðis óveðráttu kvarta frá 1758 til þess 1777, eða síðan 1785, þegar eg undanskil bágu árin 1791 og 1792, man eg það líka, að veðraspök og blíð voru árin 1765-66 um veturinn, 1781 um sumarið og 1782-83 til vordaganna, 1785-86 og -87 til vors, 1789, 1797 frá þorra og seinasta ár þitt 1799 til 1800, sönn velti-ár að mildi og gæðum. En - vegna afleiðinganna fyrir mig og börn mín, verða mér samt, minnis-stæð hallærin.
Segjast verður að þessi lýsing hlýtur að koma á óvart miðað við allt það kvein sem oftast heyrist um veðurfar 18. aldar - litlu ísöld og alla þá dellu. En síðan víkur Magnús að hallærum, sem hann telur mörg, og alls konar volæði sem yfir þjóðina gekk. Allt saman satt og rétt. Ritstjóri hungurdiska þykist hins vegar sjá að Magnús er að reyna að greina á milli veður og veðurfars annars vegar - og hins vegar þess sem fyrir því verður hins vegar. Þetta er raunar mjög nútímalegt viðhorf. Þjóð og land þola veður og náttúruhamfarir mjög illa, erfitt stjórnarfar, fáfræði og verslunarhöft margfalda vandann. Eldgos og sóttir - hvort tveggja algjörlega óháð veðri valda miklum erfiðleikum og mannfalli, en gera viðnámsþrótt gagnvart veðurfari mun minni en nauðsynlegt væri. - Nú, í lok aldarinnar stefni allt í framfarir, konungsvaldið sé vinsamlegt (og hafi raunar lengst af verið það - þó umboðsmenn þess hafi það ekki) og aukið verslunarfrelsi, vísindi og þekking stefni öllu í rétta átt. Þjóðin verði þess vegna betur í stakk búin til að verjast hinum venjulegu áföllum veðurfars og náttúru.
Segja má að Magnús hafi haft rétt fyrir sér. Fólki fór fjölgandi á 19. öld, búnaðarhættir breyttust til hins betra með aukinni þekkingu, verslun og stjórnarfar batnaði og mannfall varð mun minna í hallærum og náttúruhamförum, fleiri kostir voru opnir til lausna.
En eftirbragðið er þetta: Áföll 18. aldar voru margskonar, mörg þeirra tengdust flóknu samspili veðurs og búnaðarhátta, önnur voru alveg ótengd veðri, en minnkuðu viðnámsþrótt þjóðarinnar gagnvart ágangi þess, stundum verulega. Við getum þó ekki fullyrt að veðurlag 18. aldar hafi endilega verið stöðugt kalt og illt. Reynum að losna undan þannig ranghugmyndum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Alltaf jafn áhugavert. Takk.
BJ (IP-tala skráð) 28.8.2023 kl. 15:31
Hamingjuoskir!
Helga Kristjánsdóttir, 29.8.2023 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.