11.7.2023 | 14:44
Fyrstu tíu dagar júlímánaðar
Veðurlag fyrstu tíu daga júlímánaðar hefur verið nokkuð misjafnt eftir landshlutum. Meðalhiti í Reykjavík er 11,5 stig, +0,4 stigum ofan meðallags sömu daga áranna 1991 til 2020 og +0,7 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 12. hlýjasta sæti aldarinnar (af 23), en á langa listanum í 42. sæti (af 151). Dagarnir tíu voru hlýjastir árið 1991, meðalhiti þá 14,0 stig, en kaldastir voru þeir 1874, meðalhiti 7,6 stig (nokkur óvissa í þeirri tölu reyndar).
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu tíu daga mánaðarins 10,0 stig, -0,8 stig neðan meðallags 1991 til 2020 og síðustu tíu ára.
Hita hefur verið nokkuð misskipt milli landshluta. Að tiltölu hefur verið hlýjast á Suðurlandi, þar eru dagarnir tíu í 5. hlýjasta sæti aldarinnar. Mun svalara hefur verið fyrir norðan, sérstaklega á Ströndum og Norðurlandi vestra þar sem þetta er næstkaldasta júlíbyrjun aldarinnar. Sömuleiðis hefur verið kalt við Breiðafjörð og á Norðausturlandi (18. hlýjasta sæti á báðum spásvæðum).
Jákvætt hitavik er mest í Bláfjöllum, +2,4 stig ofan meðallags síðustu tíu ára, en það neikvæða er mest á Hornbjargsvita þar sem hiti hefur verið -2,0 stig neðan meðallags, aðeins 5,8 stig.
Úrkoma hefur mælst 14,6 mm í Reykjavík og er það í meðallagi, en 8,0 mm á Akureyri og er það í tæpu meðallagi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.