Hlýr júní

Þótt veðurgæðum hafi verð misskipt á landinu var júní samt í heild sá þriðjihlýjasti á öldinni. Landsmeðalhiti í byggð náði 10,0 stigum í sjöunda sinn frá upphafi reikniraðarinnar 1874. Hlýjast varð á landsvísu árið 2014, meðalhiti þá reiknaðist 10,6 stig. 

w-blogg010723a

En hitanum var samt mjög misskipt. Á Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Miðhálendinu er þetta hlýjasti júní aldarinnar, og austanlands trúlega allra tíma. Á Suðausturlandi og Norðurlandi eystra er hann næsthlýjastur á öldinni (á eftir 2014). Við Faxaflóa raðast hitinn hins vegar í 15. hlýjasta sætið (af 23) og á svipuðu róli og meðallag síðustu tíu ára. Meðalhiti á Hallormsstað var 12,8 stig. Svo hár hefur hefur meðalhiti aldrei áður orðið í júnímánuði hér á landi. Meðalhámarkshiti mánaðarins á Hallormsstað sló einnig fyrra júnímet og reiknast 18,2 stig. (Meðallágmarkshitamet - í merkingunni óvenju hár lágmarkshiti - var hins vegar ekki slegið).

Meðalhiti á Akureyri var 12,4 stig og hefur ekki verið hærri í júní í samræmdri hitaröð staðarins. Hitinn var á mjög hraðri niðurleið síðustu dagana - og má geta þess að hefði árið í ár verið hlaupár hefði metið líklega ekki verið slegið (svona er með tilviljanirnar - þegar litlu munar). 

Úrkoma var mikil í Reykjavík, meir en tvöföld meðalúrkoma og hefur sjaldan mælst meiri í júní, sömuleiðis hafa sólskinsstundir sjaldan mælst færri í júní heldur en nú. Sólskinsstundir hafa ekki verið færri samtals í maí og júní síðan mælingar hófust. Þetta er því þannig séð drungalegasta sumarupphaf sem við vitum um í landshlutanum. Síðustu daga hefur úrkoma verið að ná sér á strik fyrir norðan og austan en þar var mánuðurinn lengst af mjög þurr. Mun sólríkara hafur verið þar heldur en suðvestanlands, en engin met. 

Við bíðum svo eftir endanlegum tölum Veðurstofunnar - þær ættu að koma um eða fyrir miðja viku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband