9.3.2023 | 01:05
Þurrir dagar
Úrkoma það sem af er mars hefur aðeins mælst 1,5 mm í Reykjavík. Það er reyndar alls ekki einsdæmi þessa sömu daga, hefur gerst nokkrum sinnum að hún hefur mælst enn minni og sömu daga árið 1962 hafði ekki einu sinni orðið vart við úrkomu. Hugur ritstjórans reikar - eins og oft áður til þeirra daga. Þetta var fyrsti veturinn sem segja má að hann hafi fylgst með veðri frá degi til dags. Febrúarveðráttan 1962 var mjög ruddaleg framan af (svipað og nú) en síðan reis upp fádæma mikið háþrýstisvæði (öflugra en nú) - fyrst austan við land og yfir því en það þokaðist síðan vestur um og til Grænlands og Baffinslands. Varð alveg sérlega þaulsetið og varð marsmánuður sá þurrasti sem nokkru sinni er vitað um bæði í Reykjavík og í Stykkishólmi. Norðaustanlands var éljagangur viðloðandi, en sjaldan hríðarveður.
Upp úr miðjum mánuði varð lítilsháttar breyting - heldur hlýrra loft komst til landsins, en þó hélst þrýstingur hár og norðanáttin var viðvarandi út mánuðinn. Frostið fór mest í -33,2 stig í Möðrudal, það var mesta frost sem mælst hafði á landinu frá 1918. - Meira frost hefur mælst síðar.
Á kortinu giskar evrópureiknimiðstöðin á meðalhæð 500 hPa-flatarins, meðalþykkt og þykktarvik (miðað við 20.öldina). Norðvestanátt er ríkjandi í háloftunum. Mjög hlýtt vestan Grænlands, en kalt í Skandinavíu og á Íslandi.
Spáin fyrir næstu 10 daga sýnir svipaða stöðu, nema að neikvæðu þykktarvikin eru mest yfir Íslandi. Við þurfum að vara okkur á því að kortið frá 1962 sýnir meðaltal mánaðar, en kortið að neðan aðeins mánaðarþriðjung (10 daga). Líklega smyrjast vikin eitthvað út þegar tölur mánaðarins alls verða teknar saman.
En við sjáum stöðuskyldleikann vel. Ritstjórinn minnist þess að einhvern tíma var verið að ræða um það hvenær hafísárin hafi byrjað. Þótt það sé út af fyrir sig skemmtileg umræða og athyglisverð spurning verður svarið samt alltaf nokkuð út í hött - sérstaklega ef farið er að negla hina meintu byrjun niður á ár, mánuð eða dag. Auðvitað kom hafísinn ekki að landinu fyrr en seint í febrúar 1965, eftir alveg sérlega óvenjulega þráláta suðvestanáttarstöðu. En til að geta komið í þeirri stöðu þurfti hann að vera til.
Eins og fjallað hefur verið um hér á hungurdiskum áður er það ólíkt með ís í Barentshafi annars vegar og við Austur-Grænland hins vegar, að hinn fyrrnefndi hverfur nær alveg hvert einasta sumar, en það gerir ísinn við Austur-Grænland hins vegar ekki (eða hefur alla vega ekki gert það hingað til). Austur-Grænlandsísinn er í árstíðabundnu hámarki seint í mars eða byrjun apríl. Magnið tengist nýmyndunarákefð vetrarins, en líka leifinni frá fyrra vetri. Sú hugmynd kom upp að þessi marsmánuður, 1962, hafi bætt vaxtarskilyrði við Norðaustur-Grænland og rutt þykkari ís út úr Norðuríshafinu, búið í haginn fyrir næstu ár. Það er ekki mikið um það talað að veturinn 1963 var nærri því orðinn að ísavetri. Þá var þrýstifar við Ísland mjög óvenjulegt - og hagstætt ís við Norðaustur-Grænland. Ísinn komst upp að Hornströndum í fáeina daga í lok janúar - en ríkjandi austanáttir í febrúar og mars flæmdu hann suðvestur um Grænlandssund - það voru sérlega hlýir og hagstæðir mánuðir. Nærveru íssins gætti hins vegar í páskahretinu fræga 1963 - sem var (í eftiráskýringu) eins konar forboði hafísáranna.
Það er ólíkt með stöðunni þá og nú að ís hefur verið sáralítill við Austur-Grænland í vetur. Hugsanlega minni en dæmi eru um. En hann er ekki lengi að myndast - fái hann frið til þess. Dálítil sýning kannski - því hann yrði svo þunnur. Þunnur ís væri fljótur að eyðast aftur.
En það verður samt athyglisvert að gefa ísnum gaum næstu vikurnar. Hvessi mjög á norðurslóðum er hann líklega dauðadæmdur, sömuleiðis ef austan- og suðaustanáttir ná sér aftur á strik, en haldist núverandi háþrýstistaða - með aðstoð hugsanlegra vestan- og suðvestanátta sýnist ritstjóranum að hann eigi meiri möguleika heldur en í meir en áratug.
Takið ekki of mikið mark á þessum vangaveltum - þær eru óábyrgar og klukkan að verða eitt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.