6.2.2023 | 22:33
Óþægileg lægð í vexti
Þegar þetta er skrifað (að kvöldi mánudagsins 6. febrúar 2023) virðist lægð vera að myndast suðvestur í hafi. Hún dýpkar og stefnir í átt til landsins á miklum hraða, meir en 100 km/klst. Talsverð óvissa er enn um braut hennar og dýpt þegar hún fer hjá. Áhrif, vindhraði og úrkomumagn eru því enn harla óviss. Lægðin þýtur síðan til Svalbarða og evrópureiknimiðstöðin gerir ráð fyrir því að hún verði komin þangað um miðjan miðvikudag, og þá verði hún orðin komin niður undir 940 hPa í miðju, en þegar hún fer hjá hér segir sama líkan miðjuþrýstinginn verða í kringum 980 hPa. Lægðin verður því í óðavexti.
Við látum að vanda Veðurstofuna (og til þess bæra aðila aðra) alveg um spárnar, en lítum á nokkur háloftakort okkur til hugarhægðar.
Kortið að ofan sýnir stöðuna í 500 hPa-fletinum kl.9 að morgni þriðjudags 7.febrúar. Ísland er við miðja mynd (örin liggur um það bil yfir mitt landið). Jafnhæðarlínur eru mjög þéttar og vindur mikill, yfir 50 m/s - vindörvar sýna vindhraða og stefnu, en litir sýna hita. Gríðarkalt loft er fyrir vestan land, en hlýrra austur undan. Þar sem misgengi verður á milli jafnhæðar og jafnhitalína (strangt tekið jafnþykktarlína) myndast hes í háloftaröstinni í átt til jarðar, örin sýnir miðjuás í hesinu (nokkurn veginn). Þar er hitabratti ekki eins mikill og til beggja hliða. Við sjáum að þetta svæði er ekki mikið um sig - í heild jafnvel mjórra en landið sjálft er (frá austri til vesturs). Skeiki spám aðeins lítillega í umfangi þessa svæðis - eða staðsetningu þess - verður veður með öðrum hætti - það hittir annars staðar í - eða verður meira eða minna en reikningar gera ráð fyrir.
Hér lítum við enn ofar, upp í 300 hPa-flötinn hér í rúmlega 8 km hæð yfir sjávarmáli. Vindur er svipaður og í 500 hPa - eða lítillega meiri, en dreifing hita allt önnur. Kaldast er yfir því svæði sem var tiltölulega hlýjast á hinu kortinu. Það stafar af því að framrás kalda loftsins að vestan er svo áköf í neðri lögum að hún lyftir loftinu í 300 hPa upp og það kólnar við það. Uppstreymið er langmest þar sem jaðar kalda loftsins er brattastur - lyfting yfir landinu auðveldar uppstreymið þar að auki eitthvað.
Á þessu korti erum við aftur komin niður í 500 hPa (tæplega 5 km hæð). Gildir það seint annað kvöld. Þá á kalda loftið að vera komið yfir Ísland og -46 stiga frosti er spáð í 500 hPa yfir Keflavíkurflugvelli, jafnt febrúarlágmarkshitameti flatarins yfir flugvellinum. Hér er sum sé óvenjukalt loft á ferð. Lítillega lægri hiti hefur mælst í fletinum í desember og janúar.
En þrátt fyrir þennan kulda í 500 hPa er hiti ekki nærri lágmarkshitametum í neðri flötum. Ástæðan er sú að loftið er betur blandað nú heldur en þegar met voru sett í neðri flötunum. En óvenjulegt er þetta engu að síður.
Algengast er að vel þroskaðar eða fullþroskaðar lægðir séu þær sem mestum illviðrum valda hér á landi. Hér er hins vegar um kerfi að ræða sem er rétt í þann mund að hrökkva í óðadýpkun. Sé að marka reikninga á það eftir að gera skurk við strendur Noregs og á Svalbarða - jafnvel í Færeyjum líka - en er fljótt að afgreiða okkur.
Viðbót (8.2):
Lægðin olli stormi á um 40 prósentum veðurstöðva í byggð - það er býsna mikið. Aftur á móti varð vindhraði hvergi í methæðum og stóð veðrið heldur ekki lengi. Það varð hins vegar mjög slæmt í Færeyjum, þar urðu fokskaðar og einnig varð mjög hvasst í Noregi. Hiti í háloftunum yfir Keflavík fór niður í -45,2 stig í 500 hPa og er það nærri febrúarmeti (-45,9 stig).
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 8.2.2023 kl. 23:02 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 159
- Sl. sólarhring: 203
- Sl. viku: 2080
- Frá upphafi: 2412744
Annað
- Innlit í dag: 151
- Innlit sl. viku: 1825
- Gestir í dag: 139
- IP-tölur í dag: 132
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.