Fyrstu þrjár viku desembermánaðar

Fyrstu þrjár vikur desembermánaðar hafa verið kaldar á landinu. Meðalhiti í Reykjavík er -2,6 stig, -3,6 stigum neðan meðallags sömu daga árin 1991 til 2020 og -3,8 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Raðast hitinn í kaldasta sæti aldarinnar (ásamt sömu dögum 2011). Hlýjastir voru þessir dagar árið 2016, meðalhiti +5,2 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 135. til 137. sæti (af 149) ásamt 2011 og 1993. Kaldastir voru þessir dagar 1886, meðalhiti þá -5,3 stig, en hlýjastir voru þeir 1987, meðalhiti +5,3 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti nú -3,9 stig, -3,4 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og meðallags síðustu tíu ára.
 
Á flestum spásvæðunum eru þessir desemberdagar þeir næstköldustu á öldinni (lítillega kaldara var 2011), á Vestfjörðum er hitinn þó í 19. hlýjasta sæti (fjórðakaldasta). Á einstökum stöðvum hefur verið hlýjast að tiltölu á Þverfjalli og Hornbjargsvita, hiti -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Kaldast hefur verið á Þingvöllum, hiti -5,4 stig neðan meðallags.
 
Úrkoma hefur verið í minnsta lagi í Reykjavík, hefur mælst 23,7 mm og er það þriðjungur meðallags. Hefur aðeins 6 sinnum mælst minni sömu daga (126 samanburðarár). Á Akureyri hefur úrkoma mælst 31,8 mm og er það um 60 prósent meðalúrkomu.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 37,2 í Reykjavík, fleiri en nokkru sinni áður.
 
Loftþrýstingur hefur verið sérlega hár, meðaltalið í Reykjavík er nú 1023,8 hPa, það hæsta sem vitað er um sömu daga (201 ár). Lægri þrýstingi er spáð síðustu vikuna og því spurning hvort þessi staða nær að halda til mánaðamóta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 139
  • Sl. viku: 1782
  • Frá upphafi: 2348660

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1561
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband