Af hitasveiflum og hitamun

Aðfaranótt 19. desember fór hiti í Víðidal ofan Reykjavíkur niður í -22,8°C. Þetta er óvenjuleg tala á höfuðborgarsvæðinu, sú lægsta sem við vitum um í desember. Á móti kemur að stöðin hefur ekki verið starfrækt nema í nokkur ár, og þar hafa áður sést mjög lágar tölur. Mjög mikið frost mældist líka á nýrri stöð í Fossvogsdal (Kópavogsmegin), -19,7 stig. Lægst fór hiti á Veðurstofutúni -12,3 stig. 

w-blogg201222a

Blái ferillinn á línuritinu sýnir „meðalhita“ á höfuðborgarsvæðinu dagana 16. til 20. desember, frá klukkustund til klukkustundar. Mjög kalt var þann 16., um morguninn fór meðalhitinn niður fyrir -10 stig. Það gerði hann aftur að kvöldi þess 18. og aðfaranótt 19. Þá varð meðalhitinn lægstur. Rauði ferillinn (hægri kvarði) sýnir staðalvik hitans, mælikvarða á breytileika hans frá einum stað til annars. Við sjáum vel að lengst af er staðalvikið um eða innan við 1 stig, og í hvassviðrinu undanfarinn sólarhring aðeins um 0,5 stig. Þetta sýnir að loft er vel blandað, litlu máli skiptir hvar við erum stödd.

Köldu kaflarnir þann 16. og 18. til 19. skera sig úr. Þá detta nokkrar stöðvar alveg úr sambandi við annað, þær lifa í eigin heimi. Vindur er mjög hægur, yfirborð jarðar og loftið næst því kólnar mjög ört. Í síðara tilvikinu var kominn snjór. Við vitum ekki hversu langt er upp úr þessum kulda, sennilega ekki nema nokkrir metrar, í mesta lagi fáeinir tugir. 

w-blogg201222b

Næsta mynd sýnir hita á 10-mínútna fresti við Veðurstofuna (blár ferill) og í Víðidal (rauður ferill) þann 18. og 19. desember (strik eru á 3 klst fresti). Það kólnar ákveðið á  báðum stöðum en undir hádegi fer hiti að falla mun hraðar í Víðidal heldur en við Veðurstofuna. Um kl.18 er munurinn orðinn 5 til 6 stig. Þá hreyfir vind lítillega og hitinn hækkar á báðum stöðum, nærri 2 stig við Veðurstofuna, en 6 stig í Víðidal. Einhver blöndun við hlýrra loft ofan við á sér stað. Við Veðurstofuna kólnaði síðan þar til um kl.21, en kólnunin hélt áfram í Víðidal, allt fram til um kl.3 um nóttina. Fór þá niður í töluna áðurnefndu, -22,8 stig. Við Veðurstofuna fór að hlýna aftur upp úr kl.1, en ekkert hreyfði við kuldapollinum í Víðidal fyrr en kl. rúmlega þrjú. Þá hækkaði hiti um 6,8 stig á 10 mínútum og 13,3 stig á klukkustund. Eftir það fylgjast ferlarnir meira og minna að, munar aðeins ríflegum hæðarmun staðanna tveggja. 

w-blogg201222c 

En austur í Öræfum átti líka sér stað skrýtinn atburður. Rauði ferillinn á myndinni sýnir hitann við Veðurstofuna, en sá blái hita á veðurstöð Vegagerðarinnar í Öræfum. Eftirtekt vekur hversu órólegur hann er - enda var lengst af ofsaveður eða fárviðri á staðnum. Loft hingað og þangað að - að ofan og til hliðar hefur borist að stöðinni. Rétt eftir miðnætti rýkur hitinn upp í 12,8 stig - og er þó nokkurn tíma eftir það yfir 7 stigum. Getur þetta verið rétt? Það nánast víst að þessi hiti hefði aldrei mælst á kvikasilfursmæli í hefðbundnu skýli, en vel má vera að hér hafi einfaldlega verið loft langt að ofan að kitla mælinn í mikilli vindhviðu. Skemmtilegt alla vega. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er að skella ,,aðvífandi jökulskeið" undir á nýjan leik. Hlýtur enn að virka, ekki nema hálf öld síðan síðast. The science is settled.

Baldur Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.12.2022 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband