12.12.2022 | 20:04
Kólnandi veđur
Undanfarna daga hefur veriđ tiltölulega hlýtt loft yfir landinu, jafnvel frostlaust eđa frostlítiđ á fjallatindum. Himinninn hefur hins vegar veriđ nánast heiđur og vindur mjög hćgur ţannig ađ talsvert hefur náđ ađ kólna í allra neđstu lögum, sérstaklega á flatlendi inn til landsins og í dćldum í landslagi. Um leiđ og vind hefur hreyft lítillega hefur ţetta kalda loft náđ ađ blandast upp og hiti fariđ upp undir eđa yfir frostmarkiđ. Ţar sem ofanloftiđ hefur náđ niđur - eins og á stöku stađ viđ fjöll hefur hiti jafnvel fariđ í 6-8 stig. Í veđurlagi sem ţessu má hafa talsverđa skemmtan af ţví ađ fylgjast međ bílhitamćlum. Geta menn ekiđ úr 4 til 7 stiga hita inn í talsvert frost á ađeins fáeinum kílómetrum (eđa enn styttri vegalengd).
En hiđ raunverulega kalda norđanloft sćkir nú ađ fyrir alvöru. Fram á miđvikudag á hiti í neđri hluta veđrahvolfs ađ falla um á ađ giska 5 stig og síđan jafnvel önnur fimm fram á föstudag. Ţar sem vindur vex jafnframt eitthvađ mun ţessa hitafalls gćta í mjög mismiklum mćli - og ţađ jafnvel snúast viđ sums stađar ţar sem frostiđ hefur veriđ hvađ mest undanfarna daga.
Hér má sjá kort sem sýnir stöđuna (ađ mati evrópureiknimiđstöđvarinnar) síđdegis á miđvikudag. Jafnhćđarlínur eru heildregnar. Af ţeim má ráđa vindstefnu og styrk í rúmlega 5 km hćđ. Í stađ hćgviđrisins sem ríkt hefur yfir landinu ađ undanförnu er fariđ ađ blása ákveđiđ af norđvestri í háloftum og ber norđvestanáttin grunn lćgđardrög međ sér ađ vestan til suđausturs yfir Grćnland (rauđar punktalínur). Jafnframt lćđist mjög kalt loft úr norđri til suđurs međ Grćnlandi austanverđu og í átt til okkar međ norđlćgari átt í neđri lögum. Í dag (mánudag 12. desember) var ţykktin yfir landinu 5280 metrar (um 30 metrum yfir međalagi árstímans), en viđ sjáum af kortinu (litirnir) ađ síđdegis á miđvikudaginn er búist viđ ađ ţykktin verđi komin niđur í um 5140 metra yfir miđju landi. Ţađ hefur kólnađ um 140 metra, eđa um 7 stig. Eins og áđur sagđi kólnar sums stađar svo mikiđ, en annars stađar nćrri ţví ekki neitt - vegna betra sambands milli ţess lofts sem hefur fengiđ ađ kólna í friđi yfir landinu undanfarna daga og ţess sem ofar liggur.
Eins og sjá má á kortinu eru ţessi norđvestanlćgđardrög heldur veigalítil ađ sjá ţarna á miđvikudaginn. Gagnvart ţeim eiga reiknilíkön í ákveđnum erfiđleikum. Grćnland truflar framrás ţeirra mismikiđ eftir hćđ - og síđan eru samskipti ţeirra viđ sjóinn og loftiđ ađ norđan vandamál - ţar sem einhver smáatriđi kunna ađ skipta höfuđmáli fyrir frekari ţróun.
Svo virđist sem fyrra lćgđardragiđ geri ekki mikiđ. Éljabakkar myndast ţó ábyggilega á Grćnlandshafi. Fram á föstudag á síđan ađ kólna ennţá meira. Spáruna dagsins gerir ráđ fyrir ţví ađ kaldast verđi á föstudagamorgunn, ţá verđi ţykktin yfir miđju landi ekki nema 5040 metrar. Sé ţetta rétt hefur kólnunin frá í dag og fram á föstudag orđiđ 12 stig. Ţađ er verulegt.
Hvađ síđan gerist á föstudaginn vitum viđ ekki gjörla. Nái ţetta síđara lćgđardrag - eđa fylgja ţess ađ grafa um sig á Grćnlandshafi getur í raun allt gerst - allt frá ţví ađ ţetta renni hjá tiltölulega tíđindalítiđ - yfir í verulega lćgđarmyndun međ illviđri og úrkomu. Fćri ţá eftir ţví hvar og hvenćr sú myndun ćtti sér stađ hvort hann hrykki í hríđargír eđa hláku. Viđ veltum ekki frekari vöngum yfir ţví hér í dag, en ćtli sé samt ekki betra ađ gera ráđ fyrir einhverju veseni frá og međ föstudegi - ţađ vesen gćti stađiđ í nokkra daga. Fylgist alla vega vel međ spám Veđurstofunnar.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 37
- Sl. sólarhring: 109
- Sl. viku: 2484
- Frá upphafi: 2434594
Annađ
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 2206
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 29
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.