1.12.2022 | 21:49
Óvenjulegur nóvembermánuður
Nóvember varð harla óvenjulegur að þessu sinni. Á landsvísu varð hann sá hlýjasti frá upphafi mælinga - að vísu ómarktækt hlýrri heldur en nóvember 1945. Við þykjumst geta teygt landsmeðalhitaröðina aftur til 1874. Við bíðum lokaniðurstöðu Veðurstofunnar varðandi röðun hita á einstökum veðurstöðvum - keppnin er hörð á toppnum, en á spásvæðunum er mánuðurinn sá hlýjasti á öldinni frá Breiðafirði norður og austur um að og með Austurlandi að Glettingi. Sömuleiðis er hann hlýjastur á miðhálendinu - og þar er meðalvik miðað við síðustu tíu ár mest (nær algjört snjóleysi á veðurstöðvum - en það er óvenjulegt í nóvember). Á spásvæðum frá Austfjörðum og vestur til Faxaflóa er hann næsthlýjastur, lítillega neðar en 2014.
Við verðum að telja meginástæðu hlýindanna vera stöðuga suðaustanátt sem kemur vel fram á vikakorti 500 hPa-flatarins.
Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en hæðarvik eru sýnd í lit. Hæðarvik er lítið yfir landinu, en gríðarmikið neikvætt vik sunnan við land (bláir litir) og mjög jákvætt norðaustur í hafi. Austanátt háloftanna hefur aldrei verið jafnstríð í nóvember - og sárasjaldan í öðrum mánuðum. Helst að janúar og febrúar 2014 skáki þessum í háloftaaustanátt. Við finnum ámóta austanátt við sjávarmál í nóvember árið 2002 og sömuleiðis 1960, langminnugir kannast e.t.v. við þá, sérstaklaga 2002, en þá var ódæma rigning á Austfjörðum, enn meiri heldur en nú. Við getum fundið ámóta sjávarmálsaustanátt í fáeinum öðrum almanaksmánuðum, en í þeim öllum var talsvert kaldara fyrir norðan land heldur en nú, og þar með var háloftaaustanáttin slakari.
Jafnhæðarlínurnar eru þær sömu og á fyrra korti, en jafnþykktarlínur eru strikaðar (mjög mjóslegnar). Þykktarvikin eru sýnd með lit (miðað er við 1981 til 2010). Meðalþykkt yfir landinu miðju var 5345 metrar, svipað og í hinum gríðarhlýja nóvember 2014.
Fregnir frá norsku veðurstofunni herma að nóvember hafi verið sá hlýjasti sem vitað er um á Jan Mayen og í Ny-Ålesund á Svalbarða. Á Bjarnarey var að sögn jafnhlýtt í nóvember 2009.
Það kom frekar á óvart að saman fóru sérlega hlýr nóvember og mjög lágur loftþrýstingur (frekar er búist við að hann sé nær meðallagi í slíkum mánuði). Meðalþrýstingur mánaðarins í Reykjavík var aðeins 991,5 hPa, sá lægsti meðal hlýrra nóvembermánaða, sá lægsti í nóvember síðan 1992 og hefur aðeins 11 sinnum verið lægri í nóvember síðustu 200 ár.
Við þökkum Bolla P. fyrir kortagerðina.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 131
- Sl. sólarhring: 506
- Sl. viku: 2493
- Frá upphafi: 2410795
Annað
- Innlit í dag: 108
- Innlit sl. viku: 2191
- Gestir í dag: 108
- IP-tölur í dag: 106
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.