Kuldapollur úr austri

Í dag (mánudag 21. nóvember) bárust fregnir af töluverđri snjókomu í Svíţjóđ og jafnvel Danmörku líka. Slíkt er auđvitađ langt í frá óvenjulegt á ţessum árstíma og hafa ţarlendir reyndar talađ um ađ fyrstu austanhríđar vetrarins gćtu orđiđ sérlega ţéttar vegna ţess hve sjávarhiti í Eystrasalti hefur veriđ óvenjuhár nú í haust - skilyrđi fyrir klakkamyndun yfir sjónum verđa ţá međ besta móti (ekki ósvipađ ţví og hefur veriđ í fréttum viđ vötnin miklu í Bandaríkjunum). 

Snjókoman (og kuldinn) er samfara dálitlum kuldapolli sem upphaflega kom langt úr norđri - en sveigđi síđan til suđvesturs og vesturs međfram hćđinni miklu og hlýju sem hefur veriđ viđlođandi Skandinavíu norđanverđa ađ undanförnu. Hćđin (eđa leifar hennar) beina nú ţessum kuldapolli til vesturs í átt til Íslands. Hann á reyndar ađ skiptast í tvennt. Annan hlutann rekur hingađ ađra nótt (á ţriđjudagskvöld og ađfaranótt miđvikudags). Síđan heldur hann áfram hratt til vesturs fyrir sunnan land ţar sem stórlćgđakerfiđ sem ţar er og verđur étur hann međ húđ og hári. 

Nokkuđ dofnar yfir kuldanum á leiđinni yfir hafiđ og hingađ, en ţó gera spár ráđ fyrir ţví ađ ţykktin í honum miđjum verđi um 5200 metrar ađra nótt. Ţađ er heldur lćgra en veriđ hefur hér ađ undanförnu og er umhverfis kerfiđ (en varla samt hćgt ađ tala um kulda í ţessu sambandi). 

Lítum á tvćr myndir:

w-blogg221122a

Sú fyrri sýnir stöđuna í 500 hPa seint annađ kvöld (kl.24). Ţá er sveipurinn ekki langt undan Suđausturlandi á leiđ sinni til vesturs. Hiti í miđju (í 500 hPa) er um -38 stig, um 10 stigum lćgri heldur en almennt á svćđinu. Mikill norđaustanstrengur er vestan sveipsins og mun hann ađ einhverju leyti slá sér niđur á fjöllum og nćrri ţeim. Viđ látum Veđurstofuna hins vegar alveg um slíkar spár. Reiknilíkön eru ekki sammála um úrkomu og úrkomulíkur - en auđvitađ fylgjast ţeir sem eitthvađ eiga undir međ.

w-blogg221122b

Hin myndin sýnir ákveđna, einfalda stöđugleikamćlitölu. Ţví hćrri sem hún er ţví óstöđugra er loftiđ. Hún er fengin ţannig ađ reiknađur er munur á sjávarhita og hita í 500 hPa hćđ (litakvarđi). Einnig má sjá sjávarmálsţrýsting og ţykktina (rauđar strikalínur). Viđ sjáum hér báđa hluta kuldapollsins mjög greinilega sem hámörk í stöđugleikavísinum, 48 í ţeim hluta sem er suđaustan viđ land, og svo 49 í ţeim hluta sem er undan strönd Noregs. Brúnar, heildregnar línur (ekki áberandi) sýna svokallađ veltimćtti (CAPE) - ekki hátt hér en merkist ţó. Viđ sjáum líka ađ lćgđarhringrásin nćr ekki til jarđar - lćgđardrag er ţó viđ Fćreyjar og eltir miđju kuldapollsins - vindur nćr hámarki hér á landi ţegar ţađ fer hjá, einhvern tíma undir morgunn á miđvikudaginn. 

Spyrja má hversu algengt ţađ er ađ fá kuldapolla sem ţessa úr austri. Vandinn er ađ ekki er alveg auđvelt ađ finna ţá í gögnum. Ritstjórinn reyndi ţađ ţó og fann ekkert óskaplega marga sem eru ámóta öflugir eđa öflugri. Ţađ er ţví einhver ástćđa fyrir nördin ađ njóta fyrirbrigđisins međan ţađ varir.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 2434585

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband