Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar

Enn halda nóvemberhlýindin áfram. Meðalhiti fyrstu 20 daga mánaðarins er +5,4 stig í Reykjavík, +2,9 stigum ofan meðallags sömu daga áranna 1991-2020 og +2,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Í Reykjavík er hitinn í þriðjahlýjasta sæti aldarinnar, á eftir sömu dögum 2011 (+6,7 stig) og 2014 (+5,5 stig). Síðasti þriðjungur nóvember 2011 var hins vegar mjög kaldur og líklegt að núverandi mánuður verði hlýrri. Keppnin við 2014 er hins vegar nokkru harðari, því þá bætti heldur í til loka mánaðar. Kaldast á öldinni var hins vegar 2017, meðalhiti þá +0,8 stig. Á langa listanum er hiti nú í 7. hlýjasta sæti (af 149). Langhlýjast var 1945, meðalhiti sömu daga +8,0 stig. Kaldastir voru dagarnir 20 árið 1880, meðalhiti -2,9 stig.
 
Á Akureyri er meðalhitinn nú +4,5 stig, +3,5 stigum ofan meðallags 1991 til 2020 og meðallags síðustu tíu ára. Þetta er það fjórðahlýjasta frá 1936 að telja á Akureyri.
 
Á öllum spásvæðunum eru dagarnir 20 þeir næsthlýjustu á öldinni, hlýrra var sömu daga 2011 (en þá varð afgangur mánaðarins mjög kaldur). Jákvæða vikið miðað við síðustu tíu ár er mest á Setri +4,6 stig, en minnst +1,4 stig í Ólafsvík.
 
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 64,8 mm og er það í rétt rúmu meðallagi. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 55,5 mm og er það í rúmu meðallagi.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 26,7 í Reykjavík. Það er í tæpu meðallagi og á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 6,6, um helmingur meðallags. Sólargangur er nú mjög stuttur.
 
Meðalloftþrýstingur hefur verið óvenjulágur, 990,1 hPa í Reykjavík, -10,8 hPa undir meðallagi og hefur sömu daga aðeins 7 sinnum verið lægri síðustu 200 ár, síðast 1993.
 
Ekki er spáð afgerandi breytingum á veðurlagi næstu daga, þótt lítið eitt kaldari dagar komi inn á milli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • w-blogg220225e
  • w-blogg220225d
  • w-blogg220225c
  • w-blogg220225b
  • w-blogg220225a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 3
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 1562
  • Frá upphafi: 2448344

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1417
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband