9.10.2022 | 23:09
Tvö norðanillviðri í október 2004 - til minnis
Árið 2004 var eins og margir muna óvenjuhlýtt. Í ágúst gerði eina mestu hitabylgju sem við þekkjum hérlendis. Þrátt fyrir hlýindin voru samt helstu illviðri ársins norðlægrar áttar - og voru nokkur. Tvö þeirra gerði með hálfs mánaðar millibili í október. Við lítum nú lauslega á þau.
Þótt kalt loft langt úr norðri kæmi við sögu í báðum veðrunum bar þau samt ólíkt að.
Lagardaginn 2. október var djúp og víðáttumikil lægð fyrir sunnan land. Austanátt var ríkjandi á landinu, en mikill norðaustanstrengur djúpt úti af Vestfjörðum. Lægðin hringsólaði á svipuðum slóðum daginn eftir, en lægðarbylgja fór þá yfir Bretlandseyjar, dýpkaði talsvert um síðir og lenti við Færeyjar. Á meðan varð loftið að norðan ágengara.
Kortið sýnir stöðuna í 500 hPa-fletinum að kvöldi mánudags 4. október, þé er veðrið um það bil í hámarki. Kalda loftið ryðst í lægri lögum suður yfir landið - en hlýrra loft að austan heldur við.
Sjávarmálskortið sýnir vindstrenginn vel, munur á þrýstingi á Vestfjörðum og á Austurlandi er hátt í 30 hPa. Þetta veður kemur við sögu í tveimur stuttum greinum sem birtust í 2004-árgagni Náttúrufræðingsins. Þar er ritað um gervihnattamynd sem sýnir mikinn sandstrók frá landinu og langt suður í haf. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ritar líka um aðstæður þær sem sköpuðu sandstrókinn - áhugasamir ættu að fletta greininni upp á timarit.is.
Foktjón varð nokkuð. Í Neskaupstað gerði svokallað Nípukollsveður. Morgunblaðið segir um það í frétt þann 5.október:
Norðfirðingar fóru ekki varhluta af veðurofsanum í fyrrinótt. Telja margir að brostið hafi á með Nípukollsveðri, en svo kallast mjög slæm veður í austnorðaustan- eða norðnorðaustanáttum, þegar sterkar bylgjur myndast niður með Nípunni með tilheyrandi ofsahviðum, einkum í ytri hluta bæjarins. Nípukollsveður eru tiltölulega sjaldgæf og oft líða mörg ár, jafnvel áratugir, á milli þeirra. Veðurfræðingar skýra slík fyrirbrigði sem dæmigert ofsaveður sem verður hlémegin fjalla, en þá myndast fjallabylgjur er valda sterkum hviðum sem oft eru tvisvar sinnum sterkari en meðalvindurinn. Töluverðar skemmdir urðu í veðurofsanum og segjast margir ekki muna svo slæmt veður í langan tíma. Tré rifnuðu upp með rótum, þakplötur fuku og garðhús bútaðist niður. Gömul hús á Neseyrinni urðu illa úti og m.a. skemmdist austurgaflinn á gamla vélaverkstæðinu og þak fór af íbúðarhúsi. Þá urðu skemmdir á þaki tónskólans sem stendur ofarlega á eyrinni og rafmagnslaust var um tíma í öllum bænum.
Bílar lentu í vandræðum, stór jeppi fauk út af vegi skammt frá Almannaskarði, annar bíll fauk við Kúðafljót og fleiri bílar lentu í vandræðum, m.a. í Suðursveit.
Á norðanverðum Vestfjörðum gerði mikla úrkomu og olli hún flóðum í frárennsliskerfum á Ísafirði og í Hnífsdal - flæddi inn í fj0lmarga kjallara.
Það má taka eftir því að loftþrýstingur var ekki sérlega lágur í þessu veðri.
Rauða línan á myndinni sýnir lægsta loftþrýsting á landinu á klukkustundarfresti fyrstu 25 daga októbermánaðar 2004 og grái ferillinn (og blálitaði flöturinn) mun á hæsta og lægsta þrýstingi þessa sömu daga. Illviðrið þann 4. og 5. sést mjög vel, þrýstimunur varð mestur rétt eftir miðnætti að kvöldi þess. 4. Eftir það fór þrýstingur austanlands að stíga hratt og það dró úr veðrinu.
Næsta hálfan mánuð var mun skaplegra veður, dálítið hvessti reyndar af suðri og suðaustri þann 12. þegar myndarleg lægð kom að landinu. Það veður var þó ekki hálfdrættingur á við það sem á undan var gengið og það sem kom í kjölfarið. Ekki var sú lægð djúp heldur. Úrhelli olli þó vegaskemmdum í Árneshreppi og í Steinadal.
Hér má sjá meðalvindhraða í byggðum landsins þessa sömu daga - á klukkustundarfresti og ber lögun vindhraðaferilsins vel saman við þrýstispannarferilinn á fyrri mynd.
Síðara veðrið bar mjög ólíkt að. Mikil hæð var við Suðvestur-Grænland laugardaginn 16. október. Alltaf varasöm staða hér á landi. Lægðardrag var þá milli Vestfjarða og Grænlands. Þetta er afskaplega sígild norðanáhlaupsstaða. Mest finnst fyrir veðrum af þessu tagi í hretum á vori og sumri, en þau eru líka slæm á öðrum árstímum. Lægðardragið dýpkar snögglega þegar komið er suður yfir Ísland og myndar lægð austurundan. Mikil kuldastroka fylgir - oft alveg norðan úr Norðuríshafi.
Hér má sjá háloftastöðuna þegar veðrið var hvað verst. Lægðin búin að hringa sig undan Suðausturlandi og farin að draga upp hlýtt loft austan við og þrýsta því að kuldanum yfir landinu. Þetta veður er miklu kaldara en það fyrra.
Vindur lagðist mjög í strengi og varð óvenjulegur sums staðar á hálendinu og á Snæfellsnesi. Á stöð Vegagerðarinnar á Hraunsmúla í Staðarsveit fóru vindhviður í meir en 60 m/s.
Margvíslegt tjón varð í þessu veðri. Átakanlegast var þó þegar fjárhús með 600-700 sláturlömbum brann til kaldra kola á bænum Knerri í Staðarsveit. Fárviðri var á og slökkvi- og björgunarstarf nánast útilokað. Foktjón varð víðar á Snæfellsnesi sunnanverðu. Fokskemmdir urðu einnig allvíða um sunnan- og suðaustanvert landið og fjárskaðar á Héraði og á Austfjörðum. Stórt þak fauk í Vestmannaeyjum og nokkrir bílar skemmdust. Allmikið foktjón varð í Vík í Mýrdal er grjót reif upp og það fauk og skemmdi yfir tug bíla. þakplötur losnuðu af húsum og fuku. Flutningabíll með tengivagn fór á hliðina í Skaftártungu, skemmdir urðu á Höfn í Hornafirði og mikið tjón varð á búnaði vinnuflokks við jarðgangagerð í Almannaskarði. Kerra aftan í flutningabíl fauk af vegi undir Eyjafjöllum. Veðrið var talið eitt hið versta uppblástursveður um árabil. Brúin á Núpsvötnum skaddaðist vegna hvassviðris. Rúta með 45 manns fauk af vegi við Akrafjall, meiðsl voru lítil á fólki.
Þau eru margs konar illviðrin.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 45
- Sl. sólarhring: 233
- Sl. viku: 1010
- Frá upphafi: 2420894
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 887
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.