22.9.2022 | 20:53
Harla óvenjulegt (fari svo sem horfir)
Nú er uppi harla óvenjuleg staða. Gert er ráð fyrir því að fellibylurinn Fiona rekist á austurströnd Kanada aðra nótt (aðfaranótt laugardags 24. september). Það gerist endrum og sinnum að leifar fellibylja komist lítt skaddaðar á svipaðar slóðir, en nú virðist vera um óvenjukröftugt kerfi að ræða. Það er rifjað upp að árslágþrýstimet Kanada sé um 940 hPa - það var sett í janúarmánuði, en flestar spár gera nú ráð fyrir því að það met verði slegið nú - og það af harðara kerfi (krappari lægð en gerist). Ítrustu spár tala um níuhundruðtuttugu og eitthvað hPa - vonandi er þar vel í lagt.
Myndin sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting og hita í 850 hPa kl.6 á laugardagsmorgun (okkar tími). Fiona á þá að vera skammt undan strönd Nova-Scotia, á norðurleið. Ritstjóri hungurdiska minnist þess ekki að hafa séð svona nokkuð á þessum slóðum áður. Taka má eftir því að austan lægðarinnar er mikill og langur sunnanáttarstrengur sem teygir sig í átt til Íslands. Fellibylurinn missir fljótt fótanna og grynnist ört síðdegis á laugardag og á sunnudag. Hringrásarleifar hans komast því ekki hingað til lands - en brakið gerir það hins vegar að einhverju leyti.
Við skulum taka eftir tveimur öðrum kerfum á kortinu. Annars vegar er það hitabeltisstormurinn Gaston sem er á sveimi við Asóreyjar. Það er dvergkerfi miðað við Fionu, en veldur samt stormi eða roki á nokkru svæði. Þetta er líka sjaldséð á þessum slóðum. Við suðvesturjaðar kortsins er síðan lægðarkerfi sem talið er líklegt að verði að hitabeltisstormi eða fellibyl upp úr helginni. Þetta kerfi er á sérlega suðlægri braut - ekki langt undan ströndum Suður-Ameríku og er því miklu minna um sig heldur en Fiona. Amerískir veðurtístarar eru þegar komnir í hágír yfir möguleikum kerfisins - þótt örlög þess séu harla óviss.
Þótt Fiona hafi óbein áhrif hér á landi er ekki alveg létt að sýna þau myndrænt. Við gerum þó tilraun til þess. Kortið hér að ofan sýnir sjávarmálsþrýsting á laugardagskvöld (spá evrópureiknimiðstöðvarinnar - heildregnar línur). Litirnir sýna hins vegar svonefndan stöðugleikastuðul. Bleiki liturinn sýnir hvar hann er hár - óvenjuhlýtt loft að sunnan (sem uppstreymi fellibylsins hefur séð um að búa til - með losun dulvarma ryðst yfir kalt loft neðar. Myndin sýnir vel hversu útbreitt þetta loft er - það er komið langt á undan og framúr sjálfum fellibylnum.
En á kortinu má líka sjá sérlega óstöðugt loft - næst lægðinni við Ísland - þar er lítill fjólublár blettur - alveg á hinum enda stöðugleikarófsins (allir litir eru á kortinu). Þar eru veðrahvörfin lág og kalt loft streymir úr vestri og norðri yfir hlýjan sjó. Loftið er mjög óstöðugt. Kerfin tvö, hryggurinn á undan fellibylnum og kalt lægðardrag rekast saman. Það verður illt veður á Íslandi líka - (en ekkert á við fellibylinn samt). Háloftahlýindin eru óvenjuleg.
Þetta kort sýnir stöðuna í 500 hPa-fletinum við Ísland á laugardagskvöld - spá evrópureiknimiðstöðvarinnar. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, vindörvar sýna vindstefnu og styrk, en litir hita. Loftið verður sérlega hlýtt í þessari hæð vegna niðurstreymis austan Grænlands, en það var reyndar orðið hlýtt þegar þangað kom. Ör bendir á -7,5°C. Þetta er nærri meti í september. Austan Vatnajökuls má líka sjá töluna -5,1 (en við sleppum því smáatriði). Tölur eru líka nærri metum í 300 hPa (um 9 km hæð). Höfum í huga að um 2 sólarhringa spá er að ræða - slíkar spár eru ekki alltaf réttar.
Það er vel þess virði að fylgjast með þessu - og hversu háloftahlýindin verða mikil. Það er líka rétt hugsanlegt að hiti nái býsna hátt á Austurlandi. Hæstu tölur í reiknuðu spánum eru 20-21 stig, en efni er í töluvert hærri tölur - þótt ólíklegar séu. Við þurfum að fá um 24 stig til þess að sérlega óvenjulegt teljist. Rétt er að benda áhugasömum á að Einar Sveinbjörnsson er með heldur aðgengilegri framsetningu á vef sínum blika.is og á fjasbókarsíðu.
Í viðhenginu (pdf) er skýringartexti - um stöðugleikastuðulskort.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:01 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.11.): 207
- Sl. sólarhring: 458
- Sl. viku: 1696
- Frá upphafi: 2409127
Annað
- Innlit í dag: 192
- Innlit sl. viku: 1519
- Gestir í dag: 191
- IP-tölur í dag: 189
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.