22.9.2022 | 20:53
Harla óvenjulegt (fari svo sem horfir)
Nú er uppi harla óvenjuleg stađa. Gert er ráđ fyrir ţví ađ fellibylurinn Fiona rekist á austurströnd Kanada ađra nótt (ađfaranótt laugardags 24. september). Ţađ gerist endrum og sinnum ađ leifar fellibylja komist lítt skaddađar á svipađar slóđir, en nú virđist vera um óvenjukröftugt kerfi ađ rćđa. Ţađ er rifjađ upp ađ árslágţrýstimet Kanada sé um 940 hPa - ţađ var sett í janúarmánuđi, en flestar spár gera nú ráđ fyrir ţví ađ ţađ met verđi slegiđ nú - og ţađ af harđara kerfi (krappari lćgđ en gerist). Ítrustu spár tala um níuhundruđtuttugu og eitthvađ hPa - vonandi er ţar vel í lagt.
Myndin sýnir spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um sjávarmálsţrýsting og hita í 850 hPa kl.6 á laugardagsmorgun (okkar tími). Fiona á ţá ađ vera skammt undan strönd Nova-Scotia, á norđurleiđ. Ritstjóri hungurdiska minnist ţess ekki ađ hafa séđ svona nokkuđ á ţessum slóđum áđur. Taka má eftir ţví ađ austan lćgđarinnar er mikill og langur sunnanáttarstrengur sem teygir sig í átt til Íslands. Fellibylurinn missir fljótt fótanna og grynnist ört síđdegis á laugardag og á sunnudag. Hringrásarleifar hans komast ţví ekki hingađ til lands - en brakiđ gerir ţađ hins vegar ađ einhverju leyti.
Viđ skulum taka eftir tveimur öđrum kerfum á kortinu. Annars vegar er ţađ hitabeltisstormurinn Gaston sem er á sveimi viđ Asóreyjar. Ţađ er dvergkerfi miđađ viđ Fionu, en veldur samt stormi eđa roki á nokkru svćđi. Ţetta er líka sjaldséđ á ţessum slóđum. Viđ suđvesturjađar kortsins er síđan lćgđarkerfi sem taliđ er líklegt ađ verđi ađ hitabeltisstormi eđa fellibyl upp úr helginni. Ţetta kerfi er á sérlega suđlćgri braut - ekki langt undan ströndum Suđur-Ameríku og er ţví miklu minna um sig heldur en Fiona. Amerískir veđurtístarar eru ţegar komnir í hágír yfir möguleikum kerfisins - ţótt örlög ţess séu harla óviss.
Ţótt Fiona hafi óbein áhrif hér á landi er ekki alveg létt ađ sýna ţau myndrćnt. Viđ gerum ţó tilraun til ţess. Kortiđ hér ađ ofan sýnir sjávarmálsţrýsting á laugardagskvöld (spá evrópureiknimiđstöđvarinnar - heildregnar línur). Litirnir sýna hins vegar svonefndan stöđugleikastuđul. Bleiki liturinn sýnir hvar hann er hár - óvenjuhlýtt loft ađ sunnan (sem uppstreymi fellibylsins hefur séđ um ađ búa til - međ losun dulvarma ryđst yfir kalt loft neđar. Myndin sýnir vel hversu útbreitt ţetta loft er - ţađ er komiđ langt á undan og framúr sjálfum fellibylnum.
En á kortinu má líka sjá sérlega óstöđugt loft - nćst lćgđinni viđ Ísland - ţar er lítill fjólublár blettur - alveg á hinum enda stöđugleikarófsins (allir litir eru á kortinu). Ţar eru veđrahvörfin lág og kalt loft streymir úr vestri og norđri yfir hlýjan sjó. Loftiđ er mjög óstöđugt. Kerfin tvö, hryggurinn á undan fellibylnum og kalt lćgđardrag rekast saman. Ţađ verđur illt veđur á Íslandi líka - (en ekkert á viđ fellibylinn samt). Háloftahlýindin eru óvenjuleg.
Ţetta kort sýnir stöđuna í 500 hPa-fletinum viđ Ísland á laugardagskvöld - spá evrópureiknimiđstöđvarinnar. Jafnhćđarlínur eru heildregnar, vindörvar sýna vindstefnu og styrk, en litir hita. Loftiđ verđur sérlega hlýtt í ţessari hćđ vegna niđurstreymis austan Grćnlands, en ţađ var reyndar orđiđ hlýtt ţegar ţangađ kom. Ör bendir á -7,5°C. Ţetta er nćrri meti í september. Austan Vatnajökuls má líka sjá töluna -5,1 (en viđ sleppum ţví smáatriđi). Tölur eru líka nćrri metum í 300 hPa (um 9 km hćđ). Höfum í huga ađ um 2 sólarhringa spá er ađ rćđa - slíkar spár eru ekki alltaf réttar.
Ţađ er vel ţess virđi ađ fylgjast međ ţessu - og hversu háloftahlýindin verđa mikil. Ţađ er líka rétt hugsanlegt ađ hiti nái býsna hátt á Austurlandi. Hćstu tölur í reiknuđu spánum eru 20-21 stig, en efni er í töluvert hćrri tölur - ţótt ólíklegar séu. Viđ ţurfum ađ fá um 24 stig til ţess ađ sérlega óvenjulegt teljist. Rétt er ađ benda áhugasömum á ađ Einar Sveinbjörnsson er međ heldur ađgengilegri framsetningu á vef sínum blika.is og á fjasbókarsíđu.
Í viđhenginu (pdf) er skýringartexti - um stöđugleikastuđulskort.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 21:01 | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.8.): 68
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 1543
- Frá upphafi: 2491843
Annađ
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 1394
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 48
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.