16.8.2022 | 14:13
Fyrri hluti ágústmánaðar - sérlega köld nótt.
Fyrri hluti ágústmánaðar hefur verið í kaldara lagi á mestöllu landinu. Meðalhiti í Reykjavík er 10,1 stig og er það -1,5 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -1,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er kaldasta ágústbyrjun á þessari öld í Reykjavík, hlýjastir voru sömu dagar 2004, meðalhiti þá 14,0 stig. Á langa listanum er hitinn í 119. hlýjasta sæti (af 150). Kaldastir voru sömu dagar 1912 og 1886, meðalhiti 7,5 stig (miklu kaldari en nú).
Á Akureyri er meðalhitinn 10,3 stig, -1,0 stigi neðan meðallags 1991 til 2020 og -0,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára og í 52. hlýjasta sæti (af 87) frá 1936 að telja.
Fyrri hluti ágúst er sá kaldasti það sem af er á öldinni við Faxaflóa og á Suðurlandi, en að tiltölu hefur verið hlýjast á Austfjörðum. Þar raðast hitinn í 11. hlýjasta sæti (af 22).
Á einstökum stöðvum hefur neikvætt hitavik miðað við síðustu 10 ár verið mest í Bláfjallaskála, -2,3 stig, en hiti hefur verið rétt ofan meðallags á fáeinum stöðvum, mest á Gjögurflugvelli, +0,7 stig, og +0,3 stig á Dalatanga.
Úrkoma hefur mælst 14,3 mm í Reykjavík, aðeins helmingur meðalúrkomu og 9,3 mm á Akureyri, einnig helmingur meðalúrkomu.
Sólskinsstundir hafa mælst 82,9 í Reykjavík og er það í meðallagi. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 64.4, fimm stundum færri en í meðalári.
Óvenjukalt var á landinu síðastliðna nótt - fullur samanburður við eldri mælingar liggur þó ekki fyrir fyrr en sólarhringurinn er liðinn. Þó var sett nýtt landslágmarksdægurmet fyrir 16. ágúst. Lágmarkshiti á Þingvöllum mældist -4,3 stig. Gamla metið var -2,8 stig sett á Grímsstöðum á Fjöllum 2019. Svona mikið frost er óvenjulegt fyrir 20 ágúst, en er þó ekki met. Hiti fór í -4,5 stig á Staðarhóli í Aðaldal 10. ágúst 1970 og í -4,4 stig í Stafholtsey 11. ágúst 1993. Lægri lágmörk hafa mælst á fjöllum, lægst -10,5 stig á Dyngjujökli 13. ágúst 2017.
Frost mældist á óvenjumörgum stöðvum síðastliðna nótt, eða 22 prósentum allra stöðva í byggð. Er þetta hæsta hlutfall sem vitað er um svo snemma í ágúst. Svipað tilvik átti sér síðast stað 19. ágúst 1973. Slatti af hærri hlutföllum finnst í síðustu viku ágústmánaðar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 61
- Sl. sólarhring: 1077
- Sl. viku: 2732
- Frá upphafi: 2426589
Annað
- Innlit í dag: 58
- Innlit sl. viku: 2435
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.