Hámarkshiti það sem af er sumri

Snemma í ágúst árið 2014 birtist hér á hungurdiskum smápistill um hámarkshita sumarsins fram að þeim tíma. Þar var talað um að hæsti hiti sumarsins þá hefði verið í lægra lagi - þrátt fyrir að alls ekki hafi verið um neina kuldatíð að ræða. Hæsti hiti sem mælst hafði á landinu var 23,3 stig (mældust á Húsavík 23. júlí - 2014). Það varð reyndar hæsti hiti sumarsins alls.

Í ár (2022) er hæsti hiti sumarsins til þessa 24,4 stig - og mældist 19.júní á Hallormsstað og Egilsstaðaflugvelli. Þann 6. águst 2014 hafði hiti náð 20 stigum á aðeins þriðjungi veðurstöðva (hálendi og útskagar taldir með). Nú er staðan jafnvel enn lakari, 20 stigum hefur verið náð á tæplega fjórðungi stöðvanna. 

Mjög lausleg (og eftir því ónákvæm) skyndikönnun gefur til kynna að almennar líkur á að hæsti hiti á árinu falli á ágúst (eða síðar) séu ekki nema um 30% að meðaltali á stöðvunum.

Listi yfir hámarkshita ársins (það sem af er) á öllum sjálfvirkum stöðvum er í viðhengi og geta nördin velt sér upp úr honum. 

Þar má m.a. sjá lægsta hæsta hita ársins, 12,9 stig á Þverfjalli. Ekki sérlega óvæntur staður. Þessi hæsti hiti á Þverfjalli mældist hins vegar 29.maí, varla komið sumar. Reyndar eiga 29. og 30. maí hæsta hita ársins til þessa á allmörgum stöðvum - eins og sjá má í listanum. Af láglendisstöðvum er lægsti hámarkshitinn á árinu á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, 13,5 stig, mældist 29.júní. 

Sjálfvirka stöðin í búrinu á Veðurstofutúninu hefur hæst komist í 17,5 stig, en hin sjálfvirka stöðin á sama stað í 17,9 stig (hinn opinberi Reykjavíkurhiti). 

Í viðhenginu má einnig finna lista um meðaltal hæsta hita ársins til og með 31.júlí. Aðeins eru teknar með stöðvar sem hafa mælt í 15 ár eða meira. Að meðaltali er hæsti hiti landsins fram til júlíloka 25,8 stig - (en 24,4 stig nú). Í Reykjavík er meðaltalið 20,2 stig (en 17,9 nú). Á Akureyri (Krossanesbraut) er meðaltalið 22,0 stig (en er 20,4 stig nú). Flestar hámarkshitatölur eru lægri í ár heldur en að meðaltali. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband