13.7.2022 | 21:09
Hitaröðun - meðaltöl og talningar
Nokkuð nördalegur texti sem hér fylgir. Við lítum á mánaðarmeðalhita, og röðum honum. Hlýjasti janúar fær töluna 1, sá næsthlýjasti 2 og svo koll af kolli. Sama er gert við febrúar og aðra mánuði - og árið líka. Við eigum á lager sæmilega áreiðanleg meðaltöl fyrir Reykjavík í 150 ár, en 140 ár á Akureyri.
Hér má sjá raðtölur ársins 2021 fyrir Reykjavík og Akureyri. Á Akureyri voru júlí og ágúst þeir hlýjustu á öllu tímabilinu, og 5 mánuðir ársins aðrir voru einnig hlýir. Hlýjasti þriðjungur mánaðanna telst hlýr, þriðjungur kaldur. Sé mánuður meðal fimmtungs þeirra hlýjustu teljum við hann mjög hlýjan, júlí og ágúst voru að sjálfsögðu í þeim flokki á Akureyri 2021. Einn mánuður ársins 2021 telst kaldur á Akureyri, en rétt á mörkunum að teljast það. Þetta var maí. Í Reykjavík var ágúst sá næsthlýjasti í allri röðinni, 5 mánuðir til viðbótar voru mjög hlýir (meðal 30 hlýjustu), 1 að auki hlýr (meðal 50 hlýjustu), en tveir kaldir (meðal 50 köldustu).
Árið var það 12.hlýjasta á Akureyri, en 23. hlýjasta í Reykjavík. Til gamans reiknum við líka ársmeðaltal röðunarinnar. Það er 47 á Akureyri, en 50 í Reykjavík. Nú - þetta er bara eitt ár.
Hér teljum við fjölda kaldra mánaða á hverju ári í Reykjavík aftur til 1872. Allir mánuðir ársins 1892 voru kaldir, en það er eina árið sem þannig var ástatt með. Á síðari árum á 1979 flesta kalda mánuði, níu. Á kuldaskeiðinu fyrir 1925 voru kaldir mánuðir að jafnaði tæplega 6 á ári, en 7 á níunda áratugi 19. aldar. Eitt ár hlýskeiðsins gamla, 1928, var alveg laust við kaldan mánuð, en þeir voru þá yfirleitt 1 til 3 á ári. Um 1980 voru að jafnaði 4 til 5 mánuðir ársins kaldir, en frá því um aldamótin síðustu er að jafnaði aðeins 1 kaldur mánuður á ári - og mjög kaldir mánuðir (græna línan) nærri því alveg horfnir (en líklega skila sér samt einhverjir á næstu árum).
Myndin sem sýnir hlýju mánuðina er nánast spegilmynd af þeirri fyrri. Á kuldaskeiðinu fyrir 1925 voru hlýir mánuðir að jafnaði tveir á ári. Þeim fjölgaði á hlýskeiðinu upp í 5 til 6 og í þremur árum urðu þeir 10 (1939, 1941 og 1960). Á kuldaskeiðinu síðasta fækkaði hlýjum mánuðum niður í um 2 til 4 á ári, og niður í 2 um tíma upp úr 1980 (svipað og á 19.öld). Frá 1995 hefur ekkert ár komið í Reykjavík þegar enginn mánuður var hlýr. Á þessari öld hafa hlýir mánuðir oftast verið 7 til 8 á ári, flestir 10 árið 2014. Að jafnaði hefur hlýjum mánuðum á ári fjölgað um 1 miðað við hlýskeiðið fyrra - svipað má segja um mjög hlýja mánuði.
Að sjálfsögðu er álitamál hvaða tímabil á að nota til grundvallar talninga af þessu tagi. Margir kostir koma þar til greina. Hér er sá sem liggur beinast við valinn.
Í höfuðdráttum lítur mynstrið eins út fyrir aðrar stöðvar sem og landið allt, en munur er á árangri einstakra ára. Eins og hér hefur verið rætt áður má skipta kuldaskeiðinu 1965 til 1998 í þrennt, þrjú styttri kuldaskeið með örlitið betri árum á milli. Fyrsta þessara þriggja örkuldaskeiða var hlýrra í Reykjavík heldur en annars staðar á landinu. Það voru hafísárin svonefndu. Síðari tvö voru aftur á móti einna köldust á Suðvesturlandi - má sjá þennan mun á talningum fyrir Reykjavík og stöðvar í öðrum landshlutum - og landið allt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:12 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 28
- Sl. sólarhring: 134
- Sl. viku: 2475
- Frá upphafi: 2434585
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 2199
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.