Smávegis af júní

Svo virðist sem meðalhiti í júní muni verða neðan meðallags síðustu tíu ára um stóran hluta landsins. Dálítið svæði á Austfjörðum og Suðausturlandi undantekning þó. Meðalhiti í byggðum stefnir í 8,7 stig. Það er -0,3 stig neðan meðallags síðustu tíu ára, og -0,1 stig neðan meðallags 1991 til 2020. Sé miðað við „kalda tímabilið“ 1961-1990 er hiti nú hins vegar ofan meðallags, +0,8 stig. Hér er e.t.v. hollt að rifja upp tvo eldri pistla hungurdiska um júníhita: „Júníþrepið mikla“ og „Er kalt. Eða er kannski hlýtt?“. 

w-blogg300622a

Taflan sýnir röðun meðalhita á spásvæðunum, miðað við aðra júnímánuði aldarinnar. Blái liturinn segir að mánuðurinn lendi í kalda þriðjungi hitadreifingar á öldinni, en sá rauðbrúni að hann sé í hlýja þriðjungnum. Á Suðausturlandi er þetta fimmtihlýjasti maímánuður aldarinnar. Á þrem spásvæðum hefur hins vegar verið kalt, kaldast að tiltölu á Ströndum og Norðurlandi vestra. Þar er þetta 17. hlýjasti júnímánuður aldarinnar (6.kaldasti).  Þar sem mánuðurinn er ekki alveg búinn þegar þetta er skrifað gæti hliðrast til um sæti til eða frá) - og hiti færst á milli þriðjunga. 

Ritstjóri hungurdiska hefur orðið var við einhverja óánægju með sólskinsstundafjölda hér suðvestanlands. Slík óánægja er hins vegar misskilningur (eða óraunhæf krafa) því fjöldi sólarstunda hefur verið ofan meðallags, bæði meðallags síðustu tíu og þrjátíu ára (og auðvitað langt ofan meðallags kalda tímabilsins 1961-1990 - en þá var sólarleysi reyndar landlægt í Reykjavík í júní. Á Akureyri er sólskinsstundafjöldinn hins vegar vel undir meðallagi (allra viðmiðunartímabila).

Úrkoma er vel ofan meðallags í Reykjavík, en nærri meðallagi á Akureyri. 

Jú, hlýir dagar hefðu alveg mátt vera fleiri í júní, en almennt má samt segja að lengst af hafi farið mjög vel með veður og tíð verið hagstæð.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg finnst mér þetta snilldarlega orðað ,að fara vel með veður. Þú Trausti notar þetta stundum og getur þetta verið mjög lýsandi. Júní var á mínum slóðum í Skagafirði kaldur, blautur og einstaklega sólarlítill en fór samt nokkuð vel með veður fyrir utan kuldaógeðið sem var kringum sumarsólstöðurnar. 

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 1.7.2022 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 242
 • Sl. sólarhring: 442
 • Sl. viku: 2006
 • Frá upphafi: 2349519

Annað

 • Innlit í dag: 223
 • Innlit sl. viku: 1815
 • Gestir í dag: 220
 • IP-tölur í dag: 216

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband