27.6.2022 | 16:06
Kaldur dagur
Gærdagurinn, sunnudagur 26. júní varð býsna kaldur á landinu. Meðalhiti í byggð var 6,2 stig, um -4,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Það er býsna mikið og þetta kaldir dagar eru ekki algengir í síðustu viku júnímánaðar. Við finnum þó kaldari daga, jafnvel þann 26. í þeim gögnum sem við eigum á lager um daglegan hita í um 70 ár aftur í tímann. Við eigum hins vegar engan jafnkaldan 26. júní á þessari öld. Lægsti landsmeðalhiti sem við vitum um þann 26. var 1989. Þá var hiti um 1 stigi lægri heldur en nú, 5,2 stig - og aftur ámóta árið eftir, 1990, 5,3 stig. Það sama á við ef við reiknum meðalhámarks- og lágmarkshita, enginn ámóta kaldur 26. júní er á öldinni (það sem af er).
Ef við víkkum sjónarhornið lítillega og horfum á alla síðustu viku júnímánaðar birtist einn ámóta kaldur dagur í safninu. Það er 24. júní 2004. Þá var meðalhiti nær hinn sami og nú - og í lengra safninu finnum við 14 kaldari daga. Kaldastur þeirra var Jónsmessan 1968 (24.júní), meðalhiti á landinu var þá aðeins 3,6 stig.
Staðan í háloftunum nú er sérstök að því leyti að ekki er sérlega kalt í efri lögum (t.d. í 500 hPa), kuldinn einskorðast fyrst og fremst við lægsta hluta veðrahvolfsins - og reyndar einkum á tiltölulega litlum bletti - sem kortið hér að neðan sýnir.
Hiti yfir Keflavík fór niður í -2,4 stig í 850 hPa síðastliðna nótt (aðfaranótt 27.). Hann hefur alloft farið neðar í þessari síðustu viku júnímánaðar, t.d. bæði 2017 og 2018. Sjaldgæft er hins vegar að hann fari jafn neðarlega og lægsta talan sem við sjáum á kortinu, -5,6 stig yfir Drangajökli. Við vitum aðeins af einu tilviki með svo lágum hita í 850 hPa yfir Keflavík í síðustu viku júnímánaðar. Það var í Jónsmessuhretinu 1992 að hiti mældist -5,7 stig. Höfum í huga við túlkun talna að norðanáttin á Vestfjörðum verður að fara yfir fjöllin, loftið lyftist og kólnar við það - eins konar aukakuldi sem minni líkur eru á að finna yfir Keflavík.
Það sem var dálítið sérstakt í gær var að þykkur, hægfara útkomubakki var yfir mestöllu landinu. Hann kom í veg fyrir það að landið nyti góðs af sólaryl yfir hádaginn. Úrkoman í bakkanum hóf feril sinn (eins og venjulega) sem snjór. Mikinn varma þarf til að bræða hann. Þar sem úrkoma var hvað mest komst snjórinn lengst niður. Það var t.d. athyglisverður munur á snælínunni í morgun í Esju (nærri því snjólaus) og í Skarðsheiði (snælína niður fyrir 600 metra) - og snjó mun hafa fest á Holtavörðuheiði, niður fyrir 300 metra hæðarlínu.
Það lagðist því flest á eitt við að koma hitanum niður. Kalt loft hefur verið yfir landinu í nokkra daga - það hefur birt til sumar nætur og næturfrost varð óvenjuútbreitt aðfaranótt laugardags. Frost mældist þá á 9 stöðvum í byggð (um 8 prósent stöðva). Svo hátt hlutfall er sjaldséð í síðustu viku júnímánaðar. Hiti náði 10 stiga hámarki á aðeins 38 prósent stöðva. Skíkt hlutfall telst sérlega lágt. Var þó ámóta eða lægra 25.júní 2004. Svo sýnist sem eitt landsdægurlágmarksmet í byggð hafi verið sett þegar hiti fór niður í -2,8 stig á Haugi í Miðfirði aðfaranótt þess 25. Gamla metið nokkuð gamalt, sett á Grímsstöðum á Fjöllum 1944, -2,6 stig. Það er nú samt nokkuð langt niður í lægsta hita í byggð í síðustu viku júní, -4,0 stig sem mældust á Staðarhóli i Aðaldal, þann 29. 1989.
Í Reykjavík var meðalhiti dagsins í gær (26.) 6,8 stig. Í langri (en misáreiðanlegri) röð mælinga í borginni vitum við um þrjá kaldari 26. júní, það var 1940, 1978 (6,7 stig) og 1886 (5,7 stig). Ef við leitum í síðustu viku júnímánaðar allri finnum við 20 kaldari daga en gærdaginn. Kaldastur var 27. júní 1886, meðalhiti þá 4,6 stig.
Á Akureyri var meðalhiti gærdagsins 5,2 stig. Þar vitum við um einn jafnkaldan 26. og þrjá kaldari. Við eigum dagleg gögn frá og með 1936. Kaldastur var sá 26. árið 1940, meðalhiti 3,8 stig. Kaldastur daga í síðustu viku júní á Akureyri er sá 24. árið 1968, meðalhiti 2,7 stig, miklu kaldari en nú. Alls finnum við tvo jafnkalda og 17 kaldari daga en nú í síðustu viku júnímánaðar á Akureyri frá og með 1936.
Í Stykkishólmi eigum við dagleg gögn aftur til 1846. Meðalhiti í gær var 6,1 stig, á lista yfir hita þann 26. júní eru tveir jafnkaldir gærdeginum, en 5 kaldari. Kaldastur varð sá 26. árið 1907, meðalhiti 4,9 stig. Ef við leitum að kaldasta degi í síðustu viku júní í Hólminum finnum við þann 24. árið 1968, meðalhiti þá var aðeins 3,2 stig.
Já, dagurinn í gær var óvenjukaldur, eftir flestum mælikvörðum sá kaldasti í síðustu viku júnímánaðar á þessari öld, en á fyrri tíð má finna allmarga kaldari (en samt ekkert óskaplega marga).
Þess má að lokum geta að hiti það sem af er mánuði er enn ofan meðallags 1991-2020 á Akureyri, en lítillega neðan þess í Reykjavík.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:22 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 3
- Sl. sólarhring: 318
- Sl. viku: 1615
- Frá upphafi: 2408629
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1455
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.