Stórgerđar spár (miđađ viđ árstíma)

Veđurspár eru nokkuđ stórgerđar ţessa dagana (ekki ţar međ sagt ađ veđriđ verđi ţađ). Skemmtideild evrópureiknimiđstöđvarinnar hefur undanfarna daga sagt okkur tröllasögur bćđi í hlýinda- og kuldaátt, jafnvel sama sólarhringinn. Greinilegt ađ eitthvađ óljóst er ađ gerast. Svipađ má segja um spár bandarísku veđurstofunnar - fer eiginlega međ himinskautum líka. 

Viđ skulum fletta léttilega í gegnum hádegissyrpu reiknimiđstöđvarinnar - en höfum í huga ađ sú nćsta á undan var talsvert öđru vísi og sú sem kemur undir morgun í fyrramáliđ verđur ábyggilega öđruvísi.

w-blogg120622a

Hér má sjá spá um hćđ 500 hPa-flatarins og ţykktina á ţriđjudaginn 14. júní kl.06 um morguninn. Ţessi spá ćtti ađ vera ekki fjarri réttu lagi. Jafnhćđarlínur eru heildregnar, en ţykktin er sýnd í litum. Mjög djúp og köld lćgđ er á Grćnlandshafi. Hćđ 500 hPa-flatarins í henni miđri er í kringum 5200 metrar. Ţađ er ekki algengt ađ flöturinn liggi svona neđarlega ţegar ţetta langt er komiđ fram í júní. Á kortinu má sá hlýja bylgju sunnan viđ Nýfundnaland (ör bendir á hana). Ţar er mjög hlýtt loft á ferđ, ţykktin meiri en 5640 metrar. Kćmist sú ţykkt „ósködduđ“ inn í miđju háloftalćgđarinnar myndi ţrýstingur viđ sjávarmál fara ţar niđur í 945 hPa. Slíkt mun ekki gerast - og ekki einu sinni skemmtideildin spáir slíku. En ţađ verđur engu ađ síđur gerđ tilraun til ţess og eins og spáin er núna verđur sú lćgđ um 980 hPa í miđju, rétt vestan viđ Fćreyjar ţann 17. júní. Ţá međ allsnarpri norđanátt hér á landi. Punktallínan sýnir reiknađa leiđ ţessarar leiđinlegu lćgđar. Á fimmtudaginn (16.) yrđi hún vestan Írlands.

w-blogg120622b

Hér má sjá sjávarmálsspá reiknimiđstöđvarinnar um hádegi á fimmtudag. Ţá er ört vaxandi lćgđ vestan Írlands á leiđ í stefnu á Fćreyjar. En vestan Grćnlands er ţá líka nýtt kerfi - ţađ er ţađ sem skemmtideildirnar hafa mest veriđ ađ velta síđustu daga. Sunnan viđ ţađ er mjög hlýtt loft sem stefnir til austurs - um Grćnland og Ísland. Flestar - en ekki allar spár segja ţađ fara sunnan Íslands međ talsverđum látum. Ţar á međal er hádegisruna reikimiđstöđvarinnar.

w-blogg120622c

Hún segir frá mjög krappri lćgđ á Grćnlandssundi á laugardagskvöld. Viđ vonum auđvitađ ađ ţessi spá rćtist ekki, ţví hún er algjör óţverri. Viđ viljum einfaldlega ekki saltrok af Grćnlandshafi og síđan norđanátt (međ slydduhríđ í byggđ og snjókomu á fjöllum) á eftir á ţessum tíma árs. 

En ţađ er langt í bćđi 17. júní og laugardaginn nćsta og margar vitlausar veđurspár bíđa á ţeirri leiđ. Vonandi er ţessi spáruna reiknimiđstöđvarinnar ein ţeirra. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband