Meira af maí

Loftþrýstingur var með lægra móti í maímánuði, þó ekki eins lágur og fyrir fjórum árum, 2018. 

w-blogg010622a

Kortið (að vanda úr smiðju BP og evrópureiknimiðstöðvarinnar) sýnir meðalsjávarmálsþrýsting (heildregnar línur) og þrýstivik (litir). Á bláu svæðunum er þrýstingur neðan meðallags, hér á landi um -6 hPa. Austan og norðaustanáttir voru því tíðari heldur en að meðallagi. 

w-blogg010622b

Þrátt fyrir norðaustanáttina var ekki kalt. Vestanáttin í háloftunum var lítillega sterkari en að meðallagi, en sunnanátt nærri meðallagi (heildregnar línur sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins. Daufar strikalínur sýna þykktina, en litir þykktarvik. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs og var hún lítillega  yfir meðallagi yfir landinu - enda var hiti víðast hvar ofan meðallags. Kalt var á Grænlandi og sömuleiðis austur í Finnlandi, en mjög hlýtt á Spáni og í Frakklandi og yfir hluta Kanada. 

Mánaðarmeðaltalið felur nokkra tvískiptingu veðurlags í mánuðinum. Kalt var framan af, og var sá hluti hans í flokki 3 til 4 köldustu á öldinni, en síðan rétti hitinn sig af og síðari hlutinn var hlýr, og nokkrir dagar mjög hlýir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 59
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 2506
  • Frá upphafi: 2434616

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 2226
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband