Hlýtt háþrýstisvæði

Svo virðist sem hlýtt háþrýstisvæði rísi nú upp úr suðri og komi við yfir landinu og nágrenni þess. Kortið hér að neðan sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir síðdegis á sunnudag, 29. maí.

w-blogg260522a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, en þykktin er sýnd með litum. Mjög hlýtt loft fylgir hæðinni, sem spáin setur yfir vestanvert landið. Verði sól - og dálítill vindur af landi er ekki ólíklegt að hiti nái 20 stigum einhvers staðar á landinu í fyrsta sinn á þessu ári. Slík er þó (eins og venjulega) sýnd veiði en ekki gefin. 

Þótt ritstjóri hungurdiska fagni hlýindunum auðvitað, er hann samt svona rétt hóflega hrifinn af hæðum sem þessum - á viðkvæmum tíma árs. Hlýindaruðningur af þessu tagi stuggar ætíð við kuldapollum norðurslóða - þeir taka á rás - og útkoman ætíð eins konar rússnesk rúlletta. Þótt kuldapollurinn við Vestur-Noreg sé ekki mjög öflugur veldur hann samt afskaplega leiðinlegu veðri þar um slóðir - og síðan í kjölfarið á Skotlandi á leið sinni til suðvesturs - sunnan við hæðina. 

Kuldapollurinn við Norðvestur-Grænland er hins vegar mjög illilegur. Spár gera að vísu ekki ráð fyrir allsherjarárás hans (til allrar hamingju) - en reiknimiðstöðin er hins vegar að stinga upp á hvítasunnukasti sem afkvæmi hans bæru ábyrgð á. Bandaríska veðurstofan vill hins vegar ekkert af slíku vita - og fer allt öðru vísi að. 

Af framhaldinu höfum við sum sé engar áreiðanlegar fregnir - aðeins kviksögur - verðum því bara að vona það besta og láta sem ekkert sé. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 34
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 1644
  • Frá upphafi: 2465708

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1484
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband