Nokkrir kaldir dagar framundan

Eftir til þess að gera hlýja 2 til 3 daga virðist nú kólna aftur. Hlýindin náðu þó illa til Vestfjarða. Vonandi stendur kuldakastið þó ekki lengi. Á morgun, þriðjudag, breiðist norðanáttin yfir landið allt. Seint á miðvikudag kemur síðan nokkuð snarpur kuldapollur til okkar úr vestri, yfir Grænland.

w-blogg090522a

Myndin sýnir tilgátu evrópureiknimiðstöðvarinnar um stöðuna í 500 hPa-fletinum á miðvikudagskvöld. Þá er miðja kuldapollsins skammt fyrir vestan land á leið austur fyrir. Mjög kalt er í honum miðjum, -39 stiga frost, þar sem mest er í rúmlega 5 km hæð. Það er í meira lagi á þessum árstíma. Eftir því sem pollurinn fer austar hlýnar þó í honum - og síðan er ekki óalgengt að spár sem þessar ýki kuldann lítillega. Þessi kuldapollur er búinn að vera í spánum í nokkra daga - en áhrif hans virðast þó verða heldur minni en gert var ráð fyrir í fyrstu. 

w-blogg090522b

Meginástæða þess að líklega fer heldur betur en á horfðist er að sjávarmálslægðin sem verður til við kuldapollinn (sú sem er yfir landinu á kortinu hér að ofan) og smálægð sem á kortinu er á hraðri austurleið fyrir sunnan land ná ekki saman yfir landinu - eins og fyrri spár voru um tíma að giska á. Þetta kort gildir á sama tíma og háloftakortið að ofan, kl.24 á miðvikudagskvöld, 11.maí. 

En hætt er við að næstu dagar verði kaldir. Fyrir norðan snjóar og jafnvel gæti orðið vart við snjókomu syðra. En framtíðarspár gera síðan ráð fyrir mjög hlýnandi veðri. Við treystum slíku auðvitað hóflega - en minnst er á 18 til 20 stiga hita. Hæsti hiti ársins á landinu til þessa er 18,6 stig sem mældust í Kvískerjum í Öræfum 26. mars - merkilegt að það skuli ekki hafa verið toppað í hinum nýliðna hlýja aprílmánuði. En apríl var á flestan hátt hógvær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 182
  • Sl. sólarhring: 280
  • Sl. viku: 1268
  • Frá upphafi: 2352227

Annað

  • Innlit í dag: 164
  • Innlit sl. viku: 1150
  • Gestir í dag: 159
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband