Hlýr og hægur apríl

Apríl var öfgalaus mánuður, en bæði hlýr og hægviðrasamur. Bráðabirgðatölur benda til þess að hann sé sá hægviðrasamasti í meir en 30 ár og jafnframt í hópi þeirra hlýrri á öldinni. Röðun í sæti er að vísu nokkuð misjöfn eftir landsvæðum.

w-blogg010522a

Að tiltölu var hlýjast við Faxaflóa. Er mánuðurinn sá þriðjihlýjasti á öldinni, en raðast yfirleitt í fjórða til sjöunda hlýjasta sætið. Að tiltölu var svalast á Austfjörðum þar sem hann raðast í 9. sæti. 

Er þetta góð hvíld frá ruddafengnum umhleypingum vetrarins. Maí virðist ætla að byrja heldur svalari (að tiltölu) - en engan veginn er þó útséð um neitt í þeim efnum. 

Fréttir af meðalhita á einstökum stöðvum, úrkomu og fleira koma svo frá Veðurstofunni innan nokkurra daga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 249
  • Sl. sólarhring: 452
  • Sl. viku: 1822
  • Frá upphafi: 2466382

Annað

  • Innlit í dag: 238
  • Innlit sl. viku: 1678
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 233

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband