30.3.2022 | 22:07
Vetrarmeðalhiti í byggðum landsins
Veðurstofa Íslands skilgreinir veturinn sem fjóra mánuði, desember, janúar, febrúar og mars. Í flestum löndum norðurhvels telst mars hins vegar til vorsins. Það þykir ekki eiga við hér á landi þar sem mars er kaldasti mánuður ársins um það bil sjötta hvert ár að meðaltali litlu sjaldnar en desember sem er kaldastur um það bil fimmta hvert ár (að meðaltali).
Mars er þó ólíkur hinum vetrarmánuðunum að því leyti að sól er hærra á lofti og áhrifa hennar á hitafar og náttúru gætir meir en í fyrri mánuðum. Sé vel að gáð sjást gjarnan fyrstu merki vorsins í bæði dýralífi og gróðri. Þrálátar klakabreiður vetrarins fara oft að losna í sundur. Við höfum hér á hungurdiskum oft fjallað um vorkomuna og farið í gegnum alls konar skilgreiningar á henni.
Veturinn sem er að líða hefur verið heldur illviðrasamur. Sérstaklega kaflinn frá áramótum fram yfir miðjan mars. Hvert illviðrið á fætur öðru gekk yfir landið með samgöngutruflunum og foktjóni. Erfiðleikar voru líka til sjávarins, gæftir slæmar og sjór úfinn. Desember var hins vegar hægviðrasamur og tíminn frá miðjum mars hefur í raun verið hagstæður líka.
Úrkoma hefur verið mjög mikil, sérstaklega um landið sunnan- og vestanvert. Svo virðist sem þetta verði úrkomusamasti vetur sem vitað er um í Reykjavík. Þegar þetta er skrifað (30. mars) hefur vetrarúrkoman mælst 558 mm, um 15 mm meiri en veturinn 1920 til 1921, en hann kemur í öðru sæti. Þá var mælt við Skólavörðustíg. Að vísu mældi Jón Þorsteinsson landlæknir heldur meiri úrkomu veturna 1829 til 1830 (579 mm í Nesi við Seltjörn) og 1841 til 1842 (594 mm við þar sem síðar var Ránargata í Reykjavík). Þessar fornu mælingar eru trúverðugar, ekki síst vegna þess að mjög þurrt var líka aðra vetur á þessum tíma. En mælitækin voru önnur og samanburður ekki alveg fullnægjandi. Samanburðartilraunir hafa ekki verið gerðar.
Við lítum nú á hitafar á landsvísu og berum saman við fyrri ár. Veðurstofan mun gera upp vetrarhita einstakra veðurstöðva í pistli sínum.
Við reynum að reikna vetrarhita í byggðum landsins aftur til 1824. Tölur eru mjög óvissar fram yfir 1870, en batnandi úr því. Lesendur hungurdiska ættu að vera orðnir kunnugir megindráttum hitafars á þessum tíma. Veturinn hefur hlýnað um meir en 2 stig (og munar um minna). Síðasta þrep upp á við varð um aldamótin síðustu og hefur vetrarhiti haldist svipaður síðan þá og breytileiki milli ára verið furðulítill, talsvert minni en hann var á hlýskeiðinu um og fyrir miðja 20. öld. Þetta þýðir að hiti nú er hærri en þá, þrátt fyrir að mjög hlýir vetur séu ekki fleiri.
Ótrúlegt er að þessi breytileikabæling sé varanleg. Við gætum fengið kaldan vetur í fangið - þrátt fyrir hlýnandi veðurlag, rétt eins og veturinn 1950-51 var nærri því eins kaldur og köldustu vetur kuldaskeiðsins eftir 1965. Var þó tuttugustualdarhlýskeiðið í fullum gangi.
Við skulum líka taka eftir því að meðalhiti vetrarins í vetur, -0,2 stig, er hærri heldur en allra nema 6 vetra á árunum 1965 og fram yfir aldamót og á hlýskeiðinu 1925 til 1964 hefði hann líka talist hlýr, þó hann hefði vissulega ekki verið í hópi þeirra allrahlýjustu þá.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 13
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 1934
- Frá upphafi: 2412598
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 1687
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.