Fyrri hluti marsmánaðar

Fyrri hluti mars hefur verið umhleypingasamur og fremur hlýr. Sérlega úrkomusamt hefur verið um landið sunnanvert. Meðalhiti í Reykjavík er +1,6 stig. Það er +1,0 stigi ofan meðaltals sömu daga 1991 til 2020 og +0,5 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Raðast hitinn í 9. hlýjasta sæti (af 22) á öldinni. Fyrri hluti mars var hlýjastur árið 2004, meðalhiti þá +6,0 stig, en kaldastur var hann 2002, meðalhiti -1,1 stig. Á langa listanum er hiti nú í 43. sæti (af 150). Hlýjast var 1964, meðalhiti þá +6,6 stig, en kaldast var 1891, meðalhiti -7,7 stig.

Á Akureyri er meðalhiti nú +2,8 stig, +3,4 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020 og +3,1 stig ofan meðallags síðustu tíu ára.

Að tiltölu hefur verið hlýjast á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Þar er fyrri hluti mars sá næsthlýjasti á öldinni. Kaldast að tiltölu hefur verið við Faxaflóa, á Suðausturlandi og á Miðhálendinu þar sem dagarnir eru í 5. hlýjasta sæti aldarinnar.

Hiti er ofan meðallags síðustu 10 ára um land allt. Mest er vikið við Mývatn, +3,7 stig, en minnst á Garðskagavita, +0,4 stig.

Úrkoma hefur verið óvenjumikil í Reykjavík, 133,1 mm. Aldrei hefur mælst jafnmikil eða meiri úrkoma í Reykjavík í fyrri hluta mars. Næstmest mældist úrkoma þessa sömu daga árið 1931, 101,7 mm. Á Akureyri hefur úrkoma hins vegar verið lítil. Aðeins hafa mælst þar 7,0 mm, um fjórðungur meðalúrkomu. Það er þó ekki met.

Sólskinsstundir hafa mælst 42,5 í Reykjavík. Það er um 7 stundum neðan meðallags. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 42,4, 13 fleiri en í meðalári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Trausti

Ég má til með að spyrja að því hvenær Reykjanesbær fær sína eigin veðurathugunarstöð? Persónulega er ég búinn að bíða eftir því síðan ég byrjaði að hafa áhuga á veðri sem lítill polli. Reglulega sprettur þessi umræða upp á íbúasíðum Reykjanesbæjar á Facebook, veðrið er nefnilega frekar útbreitt áhugmál hér suður með sjó.

Það er nefnilega ágætis munur á veðrinu upp á Miðnesheiði og niður í Keflavíkinni. Sem dæmi, samkvæmt atuhugun kl 9 í morgun er 2cm jafnfallinn snjór upp á Keflavíkurflugvelli, hér niður í bæ eru þetta allavega 15cm.

Bestu kveðjur.

Sigurður Arason (IP-tala skráð) 18.3.2022 kl. 11:54

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Væntanlega undir bæjarstjórninni komið - Veðurstofan hefur gert samninga við einhver sveitarfélög um uppsetningu sjálfvirkra stöðva. Snjódýptarmælingar eru þó ekki gerðar á slíkum stöðvum. 

Trausti Jónsson, 19.3.2022 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 440
 • Sl. sólarhring: 607
 • Sl. viku: 2533
 • Frá upphafi: 2348400

Annað

 • Innlit í dag: 392
 • Innlit sl. viku: 2225
 • Gestir í dag: 376
 • IP-tölur í dag: 360

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband