Spurt var

Í dag er mánudagur 14. mars og enn eitt slagviđriđ ađ ganga yfir. Ritstjóri hungurdiska var spurđur ađ ţví hvort á ţessu ári hefđi veriđ hvassara á mánudögum heldur en ađra daga - tilfinning manna, hér á suđvesturhorninu alla vega, vćri sú. 

Jú, mánudagar hafa veriđ hvössustu dagar vikunnar bćđi á landsvísu og á höfuđborgarsvćđinu. Međalvindhrađi höfuđborgarsvćđisstöđva hefur veriđ 7,8 m/s á mánudögum, en ekki nema 5,5 m/ á miđvikudögum - en ţeir hafa á ţessum tíma veriđ hćgustu dagar vikunnar. Á eftir mánudeginum koma ţriđjudagar (7,1 m/s)og laugardagar (7,0) m/s. Á landsvísu hafa mánudagar og laugardagar veriđ jafnhvassir, en miđvikudagar hćgastir.  

Međalvigurvindátt hefur veriđ af suđaustri á mánudögum - og reyndar alla ađra daga líka, nema ţriđjudaga. Ţá hefur veriđ suđsuđvestanátt ađ međaltali. Á sunnudögum hefur veriđ austsuđaustanátt. 

Á Akureyri hefur međalvindhrađi einnig veriđ mestur á mánudögum, en á ţriđjudögum á Egilsstađaflugvelli - (veđrakerfi hreyfast oftast til austurs).

Á sama tíma í fyrra var ađ međaltali hvassast á sunnudögum, hćgast á ţriđjudögum og í hitteđfyrra hvar hvassast á mánudögum - eins og nú. Ţá var munur milli daga hins vegar lítill ađ öđru leyti en ţví ađ langhćgast var á laugardögum. 

Sannleikurinn er auđvitađ sá ađ veđriđ „veit ekki“ hvađa dagur vikunnar er - eđa er alla vega alveg sama. Aftur á móti er bylgjugang vestanvindabeltisins ţannig háttađ ađ hver meginbylgja er oft 4 til 7 daga ađ fara hjá á leiđ sinni - ekki er ţađ ţó nćgilega reglulegt til ađ á sé byggjandi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 67
  • Sl. sólarhring: 318
  • Sl. viku: 2783
  • Frá upphafi: 2378359

Annađ

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 2471
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband