Spurt var

Í dag er mánudagur 14. mars og enn eitt slagviðrið að ganga yfir. Ritstjóri hungurdiska var spurður að því hvort á þessu ári hefði verið hvassara á mánudögum heldur en aðra daga - tilfinning manna, hér á suðvesturhorninu alla vega, væri sú. 

Jú, mánudagar hafa verið hvössustu dagar vikunnar bæði á landsvísu og á höfuðborgarsvæðinu. Meðalvindhraði höfuðborgarsvæðisstöðva hefur verið 7,8 m/s á mánudögum, en ekki nema 5,5 m/ á miðvikudögum - en þeir hafa á þessum tíma verið hægustu dagar vikunnar. Á eftir mánudeginum koma þriðjudagar (7,1 m/s)og laugardagar (7,0) m/s. Á landsvísu hafa mánudagar og laugardagar verið jafnhvassir, en miðvikudagar hægastir.  

Meðalvigurvindátt hefur verið af suðaustri á mánudögum - og reyndar alla aðra daga líka, nema þriðjudaga. Þá hefur verið suðsuðvestanátt að meðaltali. Á sunnudögum hefur verið austsuðaustanátt. 

Á Akureyri hefur meðalvindhraði einnig verið mestur á mánudögum, en á þriðjudögum á Egilsstaðaflugvelli - (veðrakerfi hreyfast oftast til austurs).

Á sama tíma í fyrra var að meðaltali hvassast á sunnudögum, hægast á þriðjudögum og í hitteðfyrra hvar hvassast á mánudögum - eins og nú. Þá var munur milli daga hins vegar lítill að öðru leyti en því að langhægast var á laugardögum. 

Sannleikurinn er auðvitað sá að veðrið „veit ekki“ hvaða dagur vikunnar er - eða er alla vega alveg sama. Aftur á móti er bylgjugang vestanvindabeltisins þannig háttað að hver meginbylgja er oft 4 til 7 daga að fara hjá á leið sinni - ekki er það þó nægilega reglulegt til að á sé byggjandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 156
  • Sl. viku: 1934
  • Frá upphafi: 2412598

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1687
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband