12.3.2022 | 14:23
Óvenjuleg lægð
Nú er óðalægð (tilraunaþýðing á enska hugtakinu bomb cyclone) á leið um Nýfundnaland. Spár gera ráð fyrir að þrýstingur í lægðarmiðju fari niður fyrir 935 hPa, og e.t.v. niður fyrir 930 hPa. Þetta er óvenjulegt hvar sem er við Atlantshaf, en þó enn óvenjulegra á þessum slóðum heldur en hér við land. Þar að auki er nú kominn marsmánuður - og almennt minnka líkur á svo lágum loftþrýstingi þegar komið er nærri jafndægrum.
Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl.18 síðdegis á morgun (sunnudag 13. mars). Lægðin á þá að vera við strönd Labrador, um 931 hPa í miðju. Ekki er víst að hún fari yfir veðurstöð þar sem þrýstingur er mældur reglulega, en fræðarar vestra telja ekki óhugsandi að kanadíska lágþrýstimetið (fyrir allt árið) verið slegið. Það er nú 940,2 hPa, sett 20.janúar 1977. (Upplýsingar um þetta met má rekja til Christopher Burt - hins þekkta metaskrásetjara).
Hér má sjá tillögu japönsku veðurstofunnar um metlægðina 1977. Hún er talin hafa verið um 934 hPa í miðju, en lægst mælt 940,2 hPa eins og áður sagði. Lægðin er mjög kröpp - og mælingar gisnar.
Lægðin fer síðan frá Labrador til Grænlands. Þar er líka þrýstimet í hættu. Samkvæmt upplýsingum frá dönsku veðurstofunni (dmi.dk) er lægsti þrýstingur sem mælst hefur á Grænlandi 936,2 hPa. Hefur mælst tvisvar, í desember 1986 og í janúar 1988. Ritstjóri hungurdiska er þó ekki viss um að þrýstimetaskrá dönsku veðurstofunnar nái nema aftur til 1958 - hugsanlega leynast lægri gildi í eldri gögnum.
Kortið sýnir spá sem gildir kl. 6 á mánudagsmorgni 14.mars. Lægðin er þá samkvæmt spánni um 932 hPa í miðju - og mun höggva nærri Grænlandsármetinu - hvert marsmetið þar er liggur ekki á lausu - í bili að minnsta kosti - líklega verður það slegið.
Hér má sjá stöðuna í janúar 1988 þegar Grænlandslágþrýstimetið var sett. Ekkert stórlega ólíkt stöðunni nú.
Svo virðist sem lægri tölur séu algengari við Ísland - og enn algengari yfir hafinu suðvestur og suður af landinu. Minnisstæð er auðvitað lægðin mikla 8. febrúar 1959 þegar togarinn Júlí fórst á Nýfundnalandsmiðum.
Sú lægð var enn dýpri heldur en þessar sem nefndar voru hér að ofan, japanska greiningin setur miðjuþrýstinginn í 924 hPa.
Eins og áður sagði eru flest árslágþrýstimet á okkar slóðum sett í mánuðunum desember, janúar og febrúar. Tíðni þrýstings undir 945 hPa minnkar mjög í mars og eftir 1.apríl er slíkur lágþrýstingur sárasjaldgæfur.
Við skulum nú rifja upp lægsta þrýsting í mars á Íslandi. Hann er 934,6 hPa. Kannski ekki nákvæmur nema upp á um 1 hPa en trúverðugur. Þótt bandarísku endurgreiningunni skjöplist oft á lágum þrýstingi nær hún þessu tilviki nokkuð vel - alla vega sú sem kölluð er v2c (v3 - sem er nýrri nær dýpt lægðarinnar heldur síður).
Línur sýna hæð 1000 hPa-flatarins - en auðvelt er að reikna sjávarmálsþrýstinginn út frá henni. Lægðarmiðjan um 933 hPa - mjög nærri tölunni í Reykjavík. Dagblaðið Vísir sagði: Loftþyngdarmælir stóð svo lágt í morgun, að miðaldra menn muna ekki annað eins.
Á 19.öld er vitað um eitt tilvik með lægri þrýstingi en 940 hPa hér á landi í mars, 937 hPa á Ketilsstöðum á Völlum 5. mars 1834. Gallinn er sá að við vitum ekki nákvæmlega hæð lofvogarinnar (þó er giskað). Það er hins vegar ljóst að þrýstingur var í raun mjög lágur þennan dag, mældist þá 944,7 hPa í Reykjavík (nokkuð áreiðanlegt).
Þann 8.mars 1851 mældist þrýstingur á Akureyri 941,9 hPa þann 8.mars. Þennan sama dag var mælt bæði í Reykjavík og Stykkishólmi. Mjög lágur þrýstingur var á báðum stöðum, en Akureyrartalan er samt ekki alveg trúverðug í samhenginu - vonandi tekst að kanna hana nánar.
Lægsti þrýstingur hér á landi í mars eftir 1913 er 942,0 hPa sem mældust á Keflavíkurflugvelli þann 22. árið 1994.
Hér má sjá að evrópureiknimiðstöðin giskar á að þrýstingur í lægðarmiðju hafi farið niður í 939 hPa - rétt suðvestur af landinu.
En þó lægðin mikla nú verði farin að grynnast þegar armar hennar ná hingað er samt gert ráð fyrir umtalsverðri úrkomu og hvassviðri af hennar völdum á mánudag. Síðan koma nokkrir dagar með möguleika á snörpum veðrum í kjölfar hennar. Minni lægðir, en geta orðið krappar og þar með skeinuhættar þar sem þær fara yfir. Umhleypingatíðin heldur því áfram - þó hiti sé nú talsvert hærri en var í illviðrakaflanum í febrúar.
Lægsti þrýstingur í mars á Íslandi (tafla) í viðhengi:
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:54 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir þína fróðu pistla sem fyrr Trausti.Ekki veit ég áhugamanneskjan um veðurfar hvort þessi vetur frá áramótum sé óvenjulegur en hér á mínum slóðum í Vestmannaeyjum er fólk orðið langþreytt á útsynningi og ólgusjó þannig að samgöngur raskast sjóleiðina nánast í hverri viku.En bráðum kemur betri tíð þótt að einn mesti snjór sem hefur fallið hér hafi kyngt niður í Mars oog Apríl. Þannig að það er aldrei að vita.
Ragna Birgisdóttir, 12.3.2022 kl. 16:48
Það er spurning um hitann, snjór eða rigning.
Halldór Jónsson, 13.3.2022 kl. 02:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.