21.2.2022 | 15:50
Fylgst með þrýstibreytingum
Veðurnörðin fylgjast að sjálfsögðu með breytingum á loftþrýstingi - bæði í heimabyggð sem og á veðurkortum, ekki síst þegar þessar breytingar eru óvenjuhraðar. Þannig háttar til á landinu í dag, mánudaginn 21. febrúar. Ört dýpkandi lægð nálgast landið og loftvog þegar tekin við að hríðfalla þegar þetta er skrifað um kl.15. Frá hádegi hefur loftvogin í Reykjavík fallið um 8,6 hPa - og enn eykst hraði fallsins.
Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl.18 nú síðdegis mánudaginn 21.febrúar. Heildregnar línur sýna sjávarmálsþrýsting. Lægðin mikla á að hafa náð nærri því fullri dýpt, 950 hPa (miðjuþrýstingi er spáð niður í um 949 hPa síðar í kvöld - spennandi að sjá hvort þrýstingur fer enn neðar. Daufar strikalínur sýna þykktina, þeir sem rýna í mega taka eftir því að þykktin á að fara mest upp í um 5340 metra yfir landinu sunnanverðu síðar í kvöld (4 til 5 stiga hita þar sem mest verður - snjóbráðnun heldur hitanum þó niðri).
Lituðu fletirnir sýna þrýstibreytingu síðastliðnar 3 klst (milli kl.15 og 18). Þrjár klukkustundir voru hér á árum áður venjulegt bil á milli þess sem lesið var af kvikasilfursloftvog - og varð þar með eins konar staðaltími þrýstibreytinga. Nú gætum við þó hæglega talað um styttri tíma. Litakvarðarnir á kortinu eru þannig að þeir fara yfir í hvítt sé breytingin meiri en 16 hPa (fall eða ris). Það er mjög mikið á hverjum stað. Allt yfir 20 telst óvenjulegt og 25 hPa breyting á þrýstingi á 3 klst sést sárasjaldan. Þrýstifall hefur ekki náð 30 hPa á 3 klst hér á landi - svo vitað sé - gæti þó hafa átt sér stað en mælingar verið of gisnar til að grípa það. Íslandsmet í þrýstirisi er 33 hPa á 3 klst.
Nú stefnir í að þrýstifall verði á bilinu -16 til -18 hPa á 3 klukkustundum á Suðvestur- eða Suðurlandi. Séu spár réttar verður risið ekki jafnmikið - það verður farið að fletjast út (þótt það sé meira en fallið á þessu korti). Kannski 8 til 10 hPa á 3 klst. Það yrði sunnanlands, milli kl. 6 og 9 í fyrramálið (þriðjudag) í þann mund sem vestanáttin fellur inn á land.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 566
- Sl. sólarhring: 726
- Sl. viku: 2361
- Frá upphafi: 2413381
Annað
- Innlit í dag: 531
- Innlit sl. viku: 2131
- Gestir í dag: 524
- IP-tölur í dag: 511
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.