Liggur í loftinu

Ţó veđriđ sé rólegt í dag - og verđi ţađ sennilega líka nćstu daga - liggja samt ákveđin vandrćđi í lofti. Vetrarbragđ. 

w-blogg100222a

Myndin sýnir stöđuna á morgun, föstudaginn 11. febrúar - eins og evrópureiknimiđstöđin hugsar sér hana. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, af ţeim ráđum viđ vindstyrk og vindstefnu í miđju veđrahvolfi. Ţykktin er sýnd međ litum, hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Grćnu litunum fylgir almennt frostleysa - eđa frostlint veđur, ljósasti blái liturinn nokkuđ óráđinn sitt hvoru megin frostmarksins - en dökkbláu litirnir eru kaldir - ţeir fjólubláu ofurkaldir. 

Viđ sjáum tvo meginkuldapolla norđurhvels, sem viđ til hagrćđis köllum Stóra-Bola og Síberíu-Blesa. Sá síđarnefndi er í slakara lagi - eins og lengst af í vetur. Stóri-Boli hefur náđ sér nokkuđ vel á strik upp á síđkastiđ - og hefur eđlilegt og heilbrigt útlit - án mjög mikilla öfga ţó á ţessu korti. Viđ ţurfum ţó alltaf ađ gefa honum og hreyfingum hans gćtur. 

Á morgun (föstudag) verđur lćgđ ađ fara hratt til suđurs fyrir sunnan land. Hún virđist ađallega meinlítil - og nćr ekki ađ grafa um sig í námunda viđ landiđ. Síđan kemur dálítill hćđarhryggur (rauđ punktalína) í kjölfariđ - allt í rólegheitum međan hann fer hjá. Eitthvađ eru spár hins vegar ađ velta upp möguleika á smálćgđardragi viđ Suđvesturland á sunnudag - eđa sunnudagskvöld. Ţađ myndi bćta í snjóinn um landiđ suđvestanvert.

Nćstu bylgjur eru síđan vestur yfir Ameríku (svartar strikalínur). Reiknilíkönin eru dálítiđ óráđin međ örlög ţeirra. Helst er ţví haldiđ fram ađ svo stutt sé á milli draganna ađ ţađ fyrra nái sér lítt á strik og renni ađallega til austurs fyrir sunnan land. Gćti ţó hćglega valdiđ leiđindum hér á mánudag - ekki ţarf mikiđ til vegna stöđu Bola. 

Síđan er allt í óvissu. Reikningar eru ţó helst á ţví ađ vetrarríki haldi áfram. Fari svo er mjög líklegt ađ annađ hvort sé (talsvert) meiri snjór í vćndum - eđa fleiri óskaplega djúpar lćgđir (rigning og snjór). Kannski hvort hvort tveggja. 

Aldrei ţessu vant eru reiknimiđstöđvar nokkuđ sammála um ađ lćgđagangur haldi áfram afgang mánađarins og áfram allan marsmánuđ. En slíkar spár eru auđvitađ frćgar fyrir ađ bregđast (en ekki er einu sinni hćgt ađ vera viss um ađ ţćr séu rangar) - og ekkert segja ţćr um ţađ hvort lćgđirnar verđi slakar eđa snarpar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.4.): 13
 • Sl. sólarhring: 483
 • Sl. viku: 2255
 • Frá upphafi: 2348482

Annađ

 • Innlit í dag: 11
 • Innlit sl. viku: 1974
 • Gestir í dag: 11
 • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband