19.1.2022 | 21:35
Snjóalagameðaltöl
Við förum nú í endurtekið efni (eins og fleiri fjölmiðlar) - en höfum þó endurnýjað það til síðustu áramóta (eitthvað nýtt má því finna).
Við reiknum meðalsnjóhulu hvers mánaðar á öllum veðurstöðvum. Tala hvers mánaðar eru prósentur. Sé jörð alhvít allan mánuðinn á veðurstöð er snjóhulan 100 prósent, sé alautt er hún núll prósent. Næst er reiknað meðaltal allra stöðva - og út kemur tala frá núll og upp í 100 (snjólagstala heils mánaðar á öllum veðurstöðvum landsins hefur reyndar aldrei orðið 100 prósent á því tímabili sem hér er undir).
Þvínæst leggjum við saman öll mánaðarmeðaltölin. Væri alhvítt allt árið á öllum veðurstöðvum yrði útkoman 1200 - en núll væri alautt allt árið. Við sjáum nú að talan 100 jafngildir því að alhvítt hafi verið í einn mánuð á landinu, 200 að alhvítt hafi verið í tvo mánuði - og svo framvegis. Meðaltal áranna 1924 til 2021 er 347. Alhvítt er á landinu í um þrjá og hálfan mánuð. Á þessari öld er meðaltalið 311, um 36 lægra en 98-ára meðaltalið, og 46 lægra heldur en meðaltal áranna 1924 til 2000 - snjóhula hefur rýrnað um 14 daga eða þar um bil - miðað við það sem áður var. Við vitum að sjálfsögðu ekkert um það hversu viðvarandi þetta ástand er.
En myndin sýnir hvernig einstök ár hafa staðið sig (súlurnar). Við sjáum að 2021 var í rýrara lagi hvað snjó snertir, en sker sig þó ekki úr. Rauða línan sýnir 10-árakeðju. Hún var lægri heldur en nú fyrstu ár aldarinnar. Minnstur var snjórinn þá árið 2003. Sömuleiðis var mjög snjórýrt um og upp úr 1960 - sem ritstjóri hungurdiska man hvað best - snjóhula áranna 1960 og 1964 var enn minni heldur en 2003. Aftur á móti var snjóþungt um 1950 og svo um 1980 - og alveg fram á tíunda áratuginn. Árið 1999 er það síðasta snjóþunga - 2008 teygði sig líka nokkuð hátt. Enga marktæka leitni er að finna sé litið til tímabilsins alls.
Flestir athugunarmenn líta einnig til fjalla og meta snjóhulu þar í um 500-700 metra hæð. Þó sjálfsagt sé mismikið að marka þessar athuganir gefa þær allar saman þó alltrúlega mynd.
Ekki var byrjað að skrá fjallasnjóhulu fyrr en 1935. Fjallasnjóhulan fylgir allvel þeirri í byggð - en einstök ár skera sig þó aðeins úr. Árið í fyrra 2021 er t.d. ekki sérlega snjórýrt á fjöllum miðað við það sem oft hefur verið á öldinni. Meðaltal fyrir aldamót er 651, sex og hálfur mánuður. Meðaltal þessarar aldar er 632, um 10 dögum lægra heldur en hið fyrra. Mestur var snjór til fjalla á þessari öld árið 2015, en minnstur 2010.
En við verðum líka að spyrja hvernig snjóhula og hiti hafa fylgst að. Næsta mynd sýnir það. Hér bregðum við þó aðeins út af. Við reiknum snjóhulusummuna og meðalhitann fyrir það sem kallað er snjóár. Snjóárið byrjar 1.október, en endar 30. september. Ártöl eru hér sett við síðara ár meðaltals/summu.
Lárétti ásinn sýnir ársmeðalhita í byggðum landsins, en sá lóðrétti snjósummuna. Góð fylgni er á milli hita og snjóhulu. Reiknað samband gefur til kynna að hlýnun (kólnun) dragi úr snjóhulu sem nemur 23 alhvítum dögum á 1°C hlýnun (öfugt við kólnun). Fleira skiptir þó auðvitað máli. Þeir sem nenna að rýna í myndina (hún skýrist við stækkun) sjá t.d. að í efri jaðri punktadreifarinnar eru ár þessarar aldar nokkuð áberandi (frekar mikill snjór miðað við hita), en þau eru talsvert færri neðst í dreifingunni (frekar lítill snjór miðað við hita). Kannski dugar að bæta í vetrarúrkomuna til að halda snjóhulunni óbreyttri? Eins vitum við fyrir víst(?) að alls ekki er víst að það hætti alveg að festa snjó þótt hiti fari upp í 8 stig. Mynd sem þessi er því aðeins vísbending - sambandið gæti alveg breyst við hækkaðan hita (eða lækkaðan).
Síðasta myndin sýnir það sama og sú næsta á undan, nema hér er litið á snjóhulu til fjalla. Snjóárið 2013 til 2014 sker sig nokkuð úr - þá hefur verið mikill snjór í fjöllum - þrátt fyrir hlýindi - eins hefur verið snjóleitt umfram væntingar veturinn 1941 til 1942. Hér eru ár þessarar aldar ekki eins áberandi efst í punktadreifinni og var á fyrri mynd - aftur á móti tökum við eftir því að hafísárin svonefndu liggja flest hver neðarlega í dreifinni, snjór til fjalla hefur þá verið minni en vænta mátti miðað við hita. Þá var líka þurrt. Við vitum að sumir frostavetur fyrri tíðar voru sérlega þurrir. Líklega hefðu þau ár legið talsvert neðan línunnar, snjóhula mun minni heldur en vænta mætti miðað við hita. En - hafi slík mjög köld en snjólítil ár verið mörg hefði það áhrif á halla línunnar - og við teldum þá að aukin hlýnun myndi skila minni snjórýrð heldur en sú sem við reiknum hér að ofan. Við verðum að hafa margt í huga áður en við förum að trúa spágildum (allsherjarsannleiksgildum) tölfræðilegra sambanda.
Ritstjórinn hefur auðvitað reiknað út ámóta raðir aðskilið fyrir Norður- og Suðurland - en lætur umræður um þá reikninga liggja á milli hluta að sinni að minnsta kosti.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 12
- Sl. sólarhring: 320
- Sl. viku: 1624
- Frá upphafi: 2408638
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1463
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.