17.1.2022 | 21:25
Viðvarandi umhleypingar
Veður hefur verið harla órólegt það sem af er mánuði, sérstaklega var illviðrasamt fyrstu vikuna, en síðan hefur ekki verið alveg jafnhvasst þótt fjölmörg veðurkerfi hafi farið hjá. Helstu spár gera ráð fyrir því að litlar breytingar verði á. Stríð háloftavindröst á að liggja nærri landinu flesta daga, stundum óvenjuöflug. Það bendir til óróa í veðri - en ekki endilega mikilla illviðra en aftur á móti má mjög lítið út af bregða.
Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl.18 á morgun þriðjudag 18. janúar. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, af þeim ráðum við vindstyrk og stefnu í miðju veðrahvolfi. Þykktin er sýnd í lit, hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Oftast er hláka (alla vega við sjávarsíðuna) sé þykktin í grænu litunum og þeir gulu sýna mikil hlýindi - þá sjaldan þá ber yfir á þessum tím árs. Bláu litirnir eru kaldir - og þeir fjólubláu mjög kaldir - ná ekki oft hingað.
Við sjáum á kortinu að jafnhæðarlínur eru mjög þéttar um Atlantshafið þvert - þar á meðal yfir Íslandi. Allmikil hæð hefur verið - og verður - viðloðandi suðvestur af Bretlandseyjum og beinir röstinni og bylgjugang hennar til okkar. Í dag gekk mjög hlýr hryggur yfir landið, hiti komst í 13,7 stig á Seyðisfirði - og í Grundarfirði var úrkoman þegar þetta er skrifað komin vel yfir 100 mm frá því um miðnætti. En hryggurinn fer hratt hjá og verður strax síðdegis á morgun kominn austur til Noregs - og bætir í bleytuna þar líka (rauð ör).
Kaldara loft fylgir í kjölfarið og á þykktin að fara niður fyrir 5100 metra aðra nótt yfir Norðausturlandi - en bæði jafnhæðar- og jafnþykktarlínur eru ámóta þéttar - og liggja samsíða þannig að vonandi verður ekki mjög hvasst.
Næsti hryggur er síðan á leiðinni (hin rauða örin). Á morgun er hann að sækja í sig veðrið við Grænland og kemur síðan hingað með mjög hlýtt loft í farteskinu. Reiknað með að þykktin fari jafnvel upp í gula litinn (5460 metra) yfir landinu á fimmtudag eða aðfaranótt föstudags - um 18 stigum munar á hita neðri hluta veðrahvolfs í 5100 og 5146 metrum. Met virðast þó ekki í hættu - þó er landsdægurhámarksmet 20. janúar (fimmtudag) ekki nema 14,1 stig - og því rétt innan seilingar. Met þess 21. (bóndadagur) er 14,9 stig - og því aðeins erfiðara. Ritstjóra hungurdiska sýnist í fljótu bragði að bóndadagslandshámarksmetið sé 15,0 stig, sett 1991 - en þá bar bóndadag upp á 25. janúar (en án ábyrgðar).
Eftir að hryggurinn verður kominn hjá eigum við (sé að marka spár) að lenda beint undir gríðaröflugum hluta rastarinnar - og má þá ekki á milli sjá hvort hefur betur hæðar- eða þykktarbratti - gefi þykktarbrattinn eftir verður versta veður.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 963
- Sl. sólarhring: 1109
- Sl. viku: 3353
- Frá upphafi: 2426385
Annað
- Innlit í dag: 858
- Innlit sl. viku: 3014
- Gestir í dag: 838
- IP-tölur í dag: 772
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það hlaut að vera einhver æðisleg háloftaglíma,það góða við vonda veðrið er að mann langar ekkert út (dragandi dilk á eftir sér)
Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2022 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.