14.12.2021 | 14:58
Ákveðnar breytingar
Svo virðist sem nokkrar breytingar verði á veðurlagi næstu daga. Það sem af er þessum mánuði hefur hiti verið í tæpu meðallagi víðast hvar á landinu og loftþrýstingur fremur lágur (langt frá metum þó). Flestar spár eru nú sammála um að nú taki við tímabil með hærri þrýstingi og að það byrji alla vega með ákveðinni sunnanátt og hlýindum á fimmtudaginn. Framhaldið er hins vegar ekki ráðið hvað sunnanátt og hlýindi varðar. Annar möguleiki eru dagar með hægum vindi og hita nærri frostmarki (og hálkuhættu). Lengri spár en til fjögurra eða 5 daga eru að vanda ómarktækar en þó má geta þess að þær eru flestar sammála um áframhald háþrýstings - en ekki hvort hæðarmiðja verði yfir landinu, austan við það eða vestan.
Til að átta okkur betur á stöðunni lítum við á spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir síðdegis á fimmtudaginn.
Þetta er hefðbundið norðurhvelskort. Ísland er rétt neðan við miðja mynd. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar. Af þeim ráðum við vindátt og vindstyrk í miðju veðrahvolfi. Línurnar eru mjög þéttar við Ísland - og vindhraði eftir því mikill - um 55 m/s í 5,5 km hæð yfir Snæfellsnesi og Vestfjörðum og enn meiri ofar. Lægð er á hraðri ferð til norðausturs við strönd Grænlands. Þegar hún fer hjá slaknar heldur á vindi.
Þykkt er sýnd í lit. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Litirnir liggja mjög þétt yfir Íslandi - það veldur því að talsvert slaknar á vindi eftir því sem neðar dregur. Líklega nær hann þó stormstyrk á víð og dreif um landið norðvestanvert. Hiti getur hæglega komist yfir 10 stig sums staðar fyrir norðan og austan.
Það sem annars vekur sérstaka athygli á þessu korti er gríðarmikil hæð yfir sunnanverðum Bretlandseyjum, um 5840 metrar í hæðarmiðju. Þetta er með því hæsta sem sést á þessum slóðum í desember - og sömuleiðis er þar óvenjuhlýtt. Þykktin meiri en 5520 metrar.
Aðalspurningin á næstunni er hvað um þessa hæð verður. Í sumum spám (ekki öllum) á hún að veltast um í 1 til 2 vikur - jafnvel lengur. Í dag er aðalhugmyndin sú að hún nálgist okkur (en slakni aðeins) - en hörfi síðan aftur til austurs eða suðausturs. Önnur hugmynd er sú að hún endi vestan við - yfir Grænlandi. Varla er nokkur leið að ákveða hvort verður - og jafnlíklegt að það verði eitthvað allt annað.
Á norðurslóðum eru kuldapollar vetrarins smám saman að koma sér fyrir. Þeir hafa þó langt í frá náð fullum styrk. Þegar rýnt er í smáatriði má sjá að ekki eru margar jafnhæðarlínur í kringum köldustu svæðin. Þessir pollar eru því í sjálfu sér ekki mjög ógnandi fyrir okkur sem stendur. Það þarf þó ekki marga daga til að breyta því.
Hæð sem þessi er ákveðin ógnun fyrir Evrópu. Austan hennar getur mjög kalt loft ruðst fram úr norðri og valdið kuldum - íbúar Austurevrópu eru að vísu vanir slíku - en ef slíkir kuldar ráðast til vesturs er illt í efni fyrir vesturevrópumenn. Mikill lægðagangur er um Bandaríkin - hlýtt um suður- og austurhluta þeirra, en fremur svalt í norðvesturríkjunum. Ekki kæmu fréttir af allskonar vandræðum mjög á óvart.
Í gær (ekki í dag) var því spáð að 5700 metra jafnhæðarlínan næði að austan til landsins með hæðinni. Það gaf ritstjóra hungurdiska ástæðu til þess að líta á 500 hPa hæðarmet desembermánaðar hér við land. Það er 5750 metrar, yfir Keflavíkurflugvelli - nokkru lægra en talan í miðju hæðarinnar miklu yfir Bretlandi. Þetta met var sett þann 12. og 13. desember 1995. Ef við tökum endurgreiningar trúanlegar var hæðin yfir Suðausturlandi um 5770 metrar. Þessi hæð stóð ekki lengi við - slaknaði, en fór vestur fyrir og kalt loft og hörkufrost fylgdi í kjölfarið. En samt var hlýtt hæðarloft einhvern veginn að flækjast fyrir eftir þetta allan veturinn og tíðarfar talið mjög hagstætt - jafnvel einmunagott.
Auðvelt er að leita að tilvikum þegar hæð 500 hPa-flatarins hefur farið yfir 5700 metra yfir landinu í desember. Gróflega má skipta slíkum atburðum í tvennt. Annars vegar er um langvinn háþrýstisvæði að ræða - vikulöng eða jafnvel enn þaulsetnari, en hins vegar skarpa hæðarhryggi sem fara fljótt yfir, á einum eða tveimur dögum.
Sum þessi fortíðartilvik eru minnisstæð. Gæðaveturnir 1963 og 1964 byrjuðu báðir með miklum háloftahæðum í desember. Sama má segja um þurrkaveturinn mikla 1977. Á síðari árum minnist ritsjórinn einkum desember 2009 sem var upphaf hins óvenjulega veðurlags ársins 2010 og oft hefur verið fjallað um hér á hungurdiskum. Mikil háþrýstisyrpa kom einnig í desember 1961, 1970 og 1978 - höfðu á einhvern hátt afleiðingar fyrir það sem á eftir kom.
En þrátt fyrir þá greinilegu tilhneigingu að stórir háþrýstiatburðir í desember hafi afleiðingar fyrir vetrarhringrásina í heild er eiginlegt spágildi slíkra atburða heldur rýrt. Veðrið endurtekur sig sjaldan eða aldrei. Þó þannig atburður verði e.t.v. nú segir hann lítið eða ekkert um afgang vetrarins.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 19
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 984
- Frá upphafi: 2420868
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 863
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.