Smávegis af október

Í fljótu bragđi virđist sem stađan í háloftunum hafi veriđ ekki fjarri međallagi yfir Íslandi í október. Ţađ eru ţó atriđi sem vekja eftirtekt. 

w-blogg011121va

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar - međalhćđ flatarins var mjög nćrri međallagi. Slitnu, daufu línurnar sýna ţykktina, en litir ţykktarvikin. Viđ sjáum ađ ţykktin var lítillega yfir međallagi áranna 1981 til 2010. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Međalvindátt var rétt norđan viđ vestur og vindstyrkur nćrri međallagi. Viđ jörđ var norđaustanátt ríkjandi, talsvert meiri en ađ međallagi - viđ sjáum ţađ reyndar ađ nokkru á ţessu korti ţví jafnţykktarlínurnar eru ţéttar. Ţađ eru hlýindin viđ Baffinsland sem eru auđvitađ óvenjulegust á ţessu korti - fyrir nokkrum dögum bárust fréttir af ţví ađ menn keyrđu enn um í drullu í Igaluit (Frobisher Bay). Ţađ er mjög óvenjulegt seint í október og vćntanlega ekki viđvarandi stađa. 

Ţađ var ekki sérlega auđvelt ađ finna ámóta (hálofta-) október. Sting kannski upp á október 1970. Ţá var alla vega vestanorđvestanátt í háloftum, en norđaustanátt ríkjandi í neđribyggđum eins og nú - ţykktar- og hćđarvik voru svipuđ - en norđaustanáttin ekki jafnstríđ og nú.

w-blogg011121vb

Ţá var líka hlýtt á Baffinslandi - en ekki ţó nćrri ţví eins og núna. Heldur svalara var hér á landi og úrkomudreifing önnur. Ţar réđi miklu stór úrkomuatburđur sunnanlands og vestan um miđjan mánuđ. Mćtti kannski rifja betur upp. Í atburđaskrá ritstjóra hungurdiska segir:

Ţ. 16. til 17. október 1970: Mikil skriđa féll viđ Eyri í Kjós, kringum bćjarhúsin en ekki á ţau. Skriđa féll á Tindstöđum á Kjalarnesi, tók vatnsleiđslu, fyllti vatnsból og eyđilagđi skrautgarđ. Vegaspjöll í Borgarfirđi vegna stórrigninga.

Í nýliđnum október var úrkoma hins vegar í minna lagi suđvestanlands, en ţví meiri á Norđurlandi. Ekki hefur oft mćlst meiri úrkoma á Akureyri í október. Sýnist í fljótu bragđi ađ úrkoma í október hafi ţar einu sinni mćlst meiri en nú og ađ talan nú verđi sennilega í 6. úrkomumesta sćti allra mánađa. En endanlegar tölur koma fljótlega frá Veđurstofunni. 

Viđ ţökkum BP ađ vanda fyrir kortagerđina.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 435
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband