Meira af hlýindum á Akureyri

Sem kunnugt er var meðalhiti á Akureyri ofan við 14 stig bæði í júlí og ágúst. Hefur ekki gerst áður svo vitað sé. Til gamans leit ritstjóri hungurdiska á meðaltöl „síðustu 30 daga“ á hverjum degi. Það meðaltal fór fyrst yfir 14 stig þann 20.júlí (14,1 stig, 21.júní til 20.júlí) - rauf síðan 15 stiga „múrinn“ þann 24. (25.júní til 24.júlí) og var líka ofan 15 stiga daginn eftir. Fór síðan niður fyrir 14 stig þann 16.ágúst (18.júlí til 16.ágúst) og niður fyrir 13 stig þann 22. - Síðan fór hitinn aftur upp á við og 30 daga meðaltalið var aftur komið í 14 stig þann 30.ágúst (1. til 30.) Var hæst í fyrradag (5.september), 14,6 stig (meðaltal 7. ágúst til 5.september).
 
Ljóst er að hitatölur munu hrapa nokkuð næstu daga - en spurning þó með úthald hitanna. Mun mánuðurinn eiga möguleika í harðsnúið lið hlýrra septembermánaða? Þar er 1941 á toppnum á Akureyri með 11,6 stig og 1939 litlu kaldari með 11,5 stig. Í minni okkar (gamalla veðurnörda) er september 1996 með 11,4 stig og 1958 með 11,6 stig. Árið 1933 var meðalhiti í september á Akureyri 10,4 stig og 10,1 árið 2017 - það er hlýjasti september aldarinnar nyrðra.
 
Þann 25.ágúst var meðalhiti sólarhringsins á Akureyri 20,9 stig. Keppir við 22.júní 1939 þegar meðalhitinn reiknast 21,6 stig og 24.júlí 1955 og 21.júní 1939 þegar meðalhitinn var 20,9 stig eins og nú. Aðrir dagar með yfir 20 stiga meðalhita á Akureyri eru 31.júlí 1980 (20,8), 5.júlí 1991 (20,6), 24.júlí 1936 (20,3), 4.júlí 1991 (20,1) og 9.ágúst 2012 (20,0). Gögn um daglegan hita á Akureyri eru aðgengileg í tölvugagnagrunni Veðurstofunnar aftur til 1936.
 
 
Við getum líka rifjað upp að fjóra daga í röð, 13. til 16. júní, var sólarhringsmeðalhiti á Akureyri neðan við 4 stig - en samt urðu mánuðirnir þrír, júní til ágúst saman þeir hlýjustu sem vitað er um á Akureyri.
 
Hæsta 30 daga meðaltal sumarsins í Reykjavík var 28.júlí til 26.ágúst, 13,1 stig. Hæsti sólarhringsmeðalhiti sumarsins í Reykjavík var 15,7 stig, þann 29.júlí. Sólarhringsmeðalhiti hefur einu sinni náð 20 stigum í Reykjavík. Það var 11.ágúst 2004, 20,1 stig. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 118
  • Sl. sólarhring: 335
  • Sl. viku: 1913
  • Frá upphafi: 2412933

Annað

  • Innlit í dag: 107
  • Innlit sl. viku: 1707
  • Gestir í dag: 106
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband