Fleira af merkilegum júlímánuđi

Međan viđ bíđum eftir endanlegum júlítölum Veđurstofunnar skulum viđ líta á stöđuna í háloftunum í nýliđnum júlí (2021). 

w-blogg030821a

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, ţykktin er sýnd međ (daufum) strikalínum, en ţykktarvik (miđađ viđ 1981 til 2010) eru í lit. Mesta ţykktarvikiđ er viđ Norđausturland, um 88 metrar ţar sem ţađ er mest. Ţađ samsvarar ţví ađ hiti í neđri hluta veđrahvolfs hafi veriđ nćrri 4,5 stigum ofan međallags - ţađ er raunar svipađ og mestu hitavik á veđurstöđvunum í júlí. Ţađ var mest viđ Upptyppinga miđađ viđ síđustu tíu ár, +4,6 stig. Ţrátt fyrir ađ ţykktarvikiđ hafi veriđ minna yfir landinu vestanverđu er ţetta samt hćsta mánađarţykktarmeđaltal á tíma háloftaathugana - síđustu 70 ár. Nćstmest var ţykktin í júlí 1984. Ţá var rigningatíđ suđvestanlands (meiri en nú), en mikil hlýindi á Norđur- og Austurlandi.  

Ţađ er í ađalatriđum tilviljanakennt hvar mikil ţykktarvik (jákvćđ og neikvćđ) lenda á norđurhveli. Ţrátt fyrir ađ útbreiđsla jákvćđra ţykktarvika hafi mjög aukist á síđari árum (vegna hnattrćnnar hlýnunar) eru jafnmikil vik og hér um rćđir enn mjög ólíkleg á hverjum stađ. Ţví má vera ađ löng biđ verđi eftir öđru eins í júlímánuđi hér á landi - jafnvel ţó enn frekar bćti í hnattrćna hlýnun. 

Hćđ 500 hPa-flatarins er einnig í meira lagi - um 60 metra yfir međallagi - en hún náđi ţó ekki meti. Styrkur bćđi vestan- og sunnanátta var yfir međallagi í mánuđinum - eins og veđurlagiđ raunar gefur til kynna. Helstu „vindaćttingjar“ mánađarins eru júlí 2013 og júlí 1987. Endurgreiningar stinga líka upp á júlímánuđum áranna 1913 og 1926 - báđir taldir miklir óţurrkamánuđir um landiđ suđvestanvert. Síđarnefndi mánuđurinn var víđa mjög hlýr um landiđ norđaustanvert, en öllu svalara var 1913. Rigningamánuđurinn frćgi júlí 1955 var sérlega hlýr norđaustan- og austanlands, en suđvestanátt háloftanna var ţá mun stríđari heldur en nú - ađ ţví leyti ólíku saman ađ jafna. Júlí 1989 er líka skyldur nýliđnum júlímánuđi hvađ háloftavinda varđar - en ţá var ţó talsvert svalara en nú. 

Nýliđinn júlí var furđuţurr á Suđur- og Suđvesturlandi miđađ viđ stöđuna í háloftunum - ekki gott ađ segja hvers vegna. Helst ađ giska á ađ hlýindin í háloftunum tengist frekar viđvarandi niđurstreymi heldur en miklum ađflutningi lofts langt ađ sunnan) - sem mjög bćlir úrkomuhneigđ. Kannski er hiđ fyrrnefnda sjaldséđari ástćđa hlýinda heldur en ţađ síđarnefnda. 

Ţađ má einnig telja til tíđinda ađ úrkoma ţađ sem af er ári í Reykjavík hefur ađeins mćlst 298 mm. Vantar rúma 160 mm upp á međaltal áranna 1991 til 2020. Ţađ gerđist síđast áriđ 1995 ađ úrkoma fyrstu 7 mánuđi ársins mćldist minni en 300 mm. Ţá var hún enn minni en nú eđa 265,4 mm. Síđustu 100 árin hefur úrkoma fyrstu sjö mánuđi ársins ađeins 6 sinnum veriđ minni en 300 mm í Reykjavík, minnst 1965, 261,9 mm. 

Sólskinsstundir í Reykjavík mćldust nú 121,0 og hafa 15 sinnum veriđ fćrri en nú síđustu 100 árin. Ađeins eru liđin ţrjú ár frá mun sólarminni júlímánuđi. Ţađ var 2018 ţegar sólskinsstundirnar mćldust ađeins 89,9 í Reykjavík, fćstar hafa sólskinsstundir í júlí orđiđ í Reykjavík áriđ 1989, 77,7 1955 voru ţćr ađeins 81,4 og svo 82,6 í júlí 1926. 

Viđ ţökkum Bolla P. ađ vanda fyrir kortagerđina.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1014
  • Sl. sólarhring: 1109
  • Sl. viku: 3404
  • Frá upphafi: 2426436

Annađ

  • Innlit í dag: 903
  • Innlit sl. viku: 3059
  • Gestir í dag: 879
  • IP-tölur í dag: 813

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband