Fyrstu 20 dagar júlímánaðar

Hið tvískipta veðurlag varir enn á landinu, óvenjuleg hlýindi um það austanvert, en dumbungsveður og mun svalara vestra. Meðalhiti fyrstu 20 daga júlímánaðar í Reykjavík er 11,1 stig. Það er -0,3 stigum neðan meðallags sömu daga 1991 til 2020, en -0,2 neðan meðaltals síðustu tíu ára og í 14.hlýjasta sæti (af 21) á öldinni. Á langa listanum er hitinn í Reykjavík í 58.sæti (af 147).
 
Á Akureyri er meðalhiti þessa sömu daga 14,4 stig, meir en 1 stigi hærra en mest er vitað um sömu daga áður. Við eigum daglegar tölur á lager frá Akureyri aftur til 1936. Hiti nú er 3,6 stigum ofan meðallags 1991 til 2020, en 3,5 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
 
Mánuðurinn, það sem af er, er sá hlýjasti á öldinni um allt landið norðan- og austanvert, frá Ströndum og Norðurlandi vestra austur um og suður á Suðausturland. Sömuleiðis á Miðhálendinu. Á Suðurlandi og við Faxaflóa eru dagarnir í 10.hlýjasta sæti, í því 9. við Breiðafjörð og í því þriðjahlýjasta á Vestfjörðum.
 
Á einstökum stöðvum er jákvætt vik mest við Upptyppinga, +6,2 stig. Þar hefur þessa daga einnig verið hlýjasta veðurstöð landsins, meðalhiti 14,8 stig. Er óvenjulegt að hlýjast sé á hálendinu. Neikvæða vikið er mest á Garðskagavita -0,6 stig.
 
Þurrt hefur verið í veðri. Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 7,9 mm, aðeins fimmtungur af meðallagi og hefur aðeins tvisvar mælst jafnlítil eða minni sömu daga á þessari öld - og aðeins átta sinnum á þeim 125 árum sem við eigum til daglegar mælingar. Úrkoma á Akureyri hefur mælst 2,4 mm og hefur mjög sjaldan verið minni sömu daga (minnst 1,3 mm 1940). Ekki hefur verið jafnþurrt alls staðar suðvestan- og vestalands og í Reykjavík.
 
Sólskinsstundir hafa aðeins mælst 64,3 í Reykjavík og er það um 50 stundum færra en í meðalári. Vitað er um 13 tilvik með færri sólskinsstundum sömu daga síðustu 111 ár, síðast 2018.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 63
  • Sl. sólarhring: 286
  • Sl. viku: 1858
  • Frá upphafi: 2412878

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 1653
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband