26.6.2021 | 19:20
Órólegar hitamælingar
Mörg veðurnörd hafa sjálfsagt veitt því eftirtekt að hiti fór í dag upp fyrir 20 stig á veðurstöðinni við Fagradalsfjall - þó slíka hlýinda hafi alls ekki gætt annars staðar á Reykjanesskaga. Fljótlega eftir að gos hófst í mars var veðurstöð komið fyrir í námunda við eldstöðvarnar. Nú er svo komið að mælistaðurinn er umlukinn hrauni á alla vegu - og fer e.t.v. undir hraun að lokum. Stöðin er venjuleg að því leyti að hitamælir er í hefðbundinni hæð frá jörðu - og ekki er vitað til þess að sólgeislunaraðstæður séu afbrigðilegar. Fljótlega eftir að mælingarnar hófust kom í ljós að hiti var þarna óstöðugri heldur en algengast er á veðurstöðvum og munur á hámarks- og lágmarkshita hverrar klukkustundar meiri en títt er.
Ritstjóri hungurdiska athugaði málið og komst að því að mjög stórar hitasveiflur (>8 stig á klukkustund) eru ekki tíðari heldur en dæmi eru um en hóflegri sveiflur (>3 stig á klukkustund) hins vegar talsvert algengari heldur en á öllum öðrum stöðvum landsins á sama tímabili.
Svo virðist sem hlýir straumar af hrauninu séu orðnir býsna tíðir á stöðinni - t.d. í dag, laugardaginn 26.júní þegar hiti fór í 23,9 stig kl. 9:40.
Ritstjórinn taldi sér til gamans fjölda þeirra klukkustunda á öllum veðurstöðvum landsins frá 1.apríl þegar meira en 3 stigum munaði á hámarks- og lágmarkshita klukkustundar.
Tíðni slíkra atburða var mest á Fagradalsfjalli, 337 (fram á síðdegi 26.júní). Næstflestir voru þeir á Dyngjujökli, 210 - en sú stöð er ekki lögleg, hitamælir ekki í réttri hæð. Í þriðja sæti er síðan önnur ekki lögleg stöð, í Drangagili ofan við Neskaupstað, með 206 tilvik. Fæst voru tilvik af þessu tagi hins vegar á Suðurnesi á Seltjarnarnesi - aðeins eitt. Á Skarðsmýrarfjalli - við Hellisheiði voru tilvikin aðeins 2 og sömuleiðis á Siglunesi.
Hraunið er heitt og hitar loftið sem það snertir mikið - enda sjáum við strók standa upp af því. Oftast liggur vindur inn að hrauninu - loft streymir að í stað þess sem upp fer - en stundum nær vindur að feykja hlýjum strókum í átt að hitamæli stöðvarinnar. Staðan fer að verða flókin þegar svo er komið að hraun er á allar hliðar.
En við verðum líka að hafa í huga að rétt hugsanlegt er að stöðin sé alls ekki alltaf að mæla lofthita - geislunarvarmi frá mjög nálægu hrauni gæti komið við sögu. Ritstjóri hungurdiska er einfaldlega ekki nægilega kunnugur staðháttum - og því síður þróun þeirra síðustu daga - en flest í þessu umhverfi virðist breytast hratt. Það verður athyglisvert að gera þessar mælingar upp þegar að því kemur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:23 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Athyglisvert !
Þegar hnjúkaþeyr er í algleymingi hér eystra hef ég tekið eftir því að lofthitinn getur sveiflast talsvert frá einu augnabliki til annars. Á göngu úti getur maður fundið fyrir "gusu" af hlýrra lofti og síðan aðra rétt á eftir af mun svalara lofti. Sama er hægt að finna vel ef hliðargluggi bílsins er opnaður á ferð við þessi skilyrði og hönd haldið úti í golunni. Loftið er ekki alltaf sérlega vel blandað.
Þess vegna hef ég velt fyrir mér hvort til séu hitamælar sem séu nógu snöggir að bregðast við breytingum, svo unnt sé að meta hversu stórar þessar "ör-sveiflur" eru. Því gaman væri að vita hversu stórar þessar sveiflur eru.
Þórhallur Pálsson, 27.6.2021 kl. 08:52
Mælarnir þreifa stöðugt á hitanum - það sem síðan er skráð og geymt er meðaltal - langoftast tveggja mínútna. Það er talið svipað og viðbragðstími hefðbundinna kvikasilfursmæla. Væri styttri meðaltalstími notaður fara að koma inn alls konar túlkunar- og skilgreiningarvandamál - því fleiri eftir því sem tíminn er styttri. Mælingar á sekúndukvarða eru stundum skráðar í smáatriðum við rannsóknir á varmaflæði. - Síðan er hitt málið - að mannslíkaminn er mjög ónákvæmur lofthitamælir. Auk þess að nema skynvarma (varmaflæði við snertingu lofts og húðar) nemur húðin einnig varmageislun - sem oft hefur ekkert með lofthitann að gera - sömuleiðis er oft ósramræmi milli lofthita og varmaflæðis um húð, t.d. sé húðin rök. Tilfinning okkar fyrir því hversu hlýtt loft er er því oft mjög fjarri lofthitanum (þó að meðaltali sé auðvitað eitthvað til í tilfinningu okkar þar um). Rannsóknir sýna að skammtímasveiflur hita eru misjafnar frá einum tíma til annars - og misjafnar eftir staðháttum - þetta á raunar við hvaða tímakvarða sem vera skal.
Trausti Jónsson, 28.6.2021 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.